Fasteignaleitin

Íbúðaframboð í örum vexti

02 nóvember 2022
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% í september sem kom nokkuð á óvart en verðhækkunin á sér þó athyglisverðar skýringar. Verðþróun sérbýlis hefur verið mjög sveiflukennd skv. opinberum tölum og nú mældist 4,7% raunverðshækkun á sérbýli eftir 2,5% lækkun í mánuðinum á undan. Þessa mikla hækkun á sérbýli leiddi til húsnæðisverðshækkunar á höfuðborgarsvæðinu í september en þar með er ekki öll sagan sögð. Fjölbýli lækkaði nefnilega um 0,1% að nafnverði sem er fyrsta nafnverðslækkunin á fjölbýli í 26 mánuði.
En er eðlilegt að vænta þess áfram að húsnæðisverð lækki víst það gerði það ekki í september?
Heimildir: HMS, Hagstofa íslands og Greiningardeild Húsaskjóls
Í kjölfar kælandi aðgerða Seðlabankans hefur meðalsölutími íbúða aukist og ef litið er á veltutölur má sjá að dregið hefur úr fjölda viðskipta á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er meðalfjöldi undirritaðra kaupsamninga undanfarna 3 mánuði (júl.-sept.) 24% minni en í meðalmánuðinum frá 2015 og til dagsins í dag.
Heimildir: HMS og Greiningardeild Húsaskjóls
Minni sala íbúða ásamt auknu framboði nýbygginga hefur síðan leitt til þess að íbúðaframboð hefur vaxið um 500 íbúðir á 2 mánuðum sem er helmingsvöxtur. Af þeim tæplega 1.600 íbúðum sem eru til sölu eru rétt rúmlega 600 nýbyggingar sem samsvarar 39% af framboðinu.
Í nýjustu mánaðarskýrslu HMS er síðan að finna áhugaverð umfjöllun um þróun íbúðaverðs á föstu verðlagi leiðrétt fyrir vaxtastigi. Þar kemur fram að vaxtaleiðrétt vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru um 80% hærri núna en í byrjun árs 2021 sem lýsir því hversu hátt markaðurinn er verðlagður í dag þegar litið er til vaxtastigsins.
Sum þeirra landa í kringum okkur sem hafa verið í svipuðum verðbólgu- og vaxtarússíbana hafa nú þegar upplifað húsnæðisverðslækkanir. Þar á meðal má nefna Bandaríkin en Shiller húsnæðisvísitalan hefur nú lækkað tvo mánuði í röð, þá hefur húsnæðisverð einnig lækkað í Svíþjóð, Noregi, Nýja Sjálandi og Bretlandi svo dæmi séu tekin.
Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Norðurgata 2B
Skoða eignina Norðurgata 2B
Norðurgata 2B
600 Akureyri
139.6 m2
Einbýlishús
413
451 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Háaleitisbraut 103
3D Sýn
Opið hús:18. sept. kl 17:30-18:00
Háaleitisbraut 103
108 Reykjavík
159.3 m2
Fjölbýlishús
514
606 þ.kr./m2
96.500.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 96
3D Sýn
Skoða eignina Laugavegur 96
Laugavegur 96
101 Reykjavík
145.9 m2
Fjölbýlishús
212
753 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Skildinganes 4
Skoða eignina Skildinganes 4
Skildinganes 4
102 Reykjavík
86.4 m2
Fjölbýlishús
312
751 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin