Hrafnkell og Atli á Lind kynna þessa björtu og vel skipulögðu fjögurra herbegja endaíbúð á 2. hæð.
Eldhúsið og stofan mynda opið og bjart alrými. Mjög rúmgóðar suðvestur svalir.
Húsið er nýlegt byggt (2021) og er 3. hæða lyftuhús. Allar innréttingar frá HTH og eru gólf harðparket- og flísalögð.
Eignin skiptist: Anddyri, stofu, borðstofu og eldhús í opnu alrými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu í sameign.
Nánari lýsing
Anddyrið er rúmgott, flísalagt með góðum fataskápum.
Eldhúsið er með fallegri hvítri innrétting frá HTH. Ofn í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél.
Stofan er parketlögð og björt með gluggar á tvo vegu og útgang á stórar suðvestur svalir.
Baðherbergið er flísalagt að hluta, góð innrétting, innbyggt salerni, handklæða ofn og Walk-In sturta. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu.
Hjónaherbergið er rúmgott með stórum fataskáp parket á gólfi.
Herbergi II er með fataskápum og parket á gólfi.
Herbergi III er með fataskápum og parket á gólfi.
Svalirnar eru mjög rúmgóðar 15,7 fm. svalir til suðvesturs. Gengið á svalir frá stofu.
Geymslan er á geymslugangi í sameign er sér geymsla fyrir íbúðina.
Bókaðu skoðun:
Atli Karl Pálmason Aðstoðarmaður fasteignasala / 662 4252 / atli@fastlind.is
Hrafnkell Pálmason / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is
Húsið er staðsteypt og klætt að utan með bárujárnsklæðningu.
Gluggar eru úr áli að utan og timbri að innan, timbur/álgluggar frá Byko.
Svalagangar eru vindvarðir með samlímdu öryggisgleri.
Lóðin er snyrtileg með bílastæðum og grasflöt.
Hverfið
Stapaskóli, einn glæsilegasti leik- og grunnskóli landsins hefur tekið til starfa í þessu vaxandi hverfi, steinsnar frá íbúðunum. Stapaskóli er heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og félagsmiðstöð. Þessi nýi skóli mun rúma 600 nemendur. Næstu skref eru að byggja íþróttahús og almenningssundlaug við skólann. Þetta er því skóli fyrir 2 ára og uppúr. Nánari upplýsingar eru á www.stapaskoli.is. Bókasafn, matsalur, félagsaðstaða og sundlaug mun nýtast sem menningarmiðstöð fyrir hverfið eftir að skóladegi lýkur.
Falleg náttúra er allt um kring og stutt í ýmiskonar útivistarmöguleika.
Fallegar göngu- og hjólaleiðir eru frá íbúðunum og stutt í alla þjónustu. Mikill uppbygging er á svæðinu og stutt að keyra inn á Reykjanesbraut. Samgöngur til og frá svæðinu eru því mjög auðveldar.
Dalsbraut 5, 260 Reykjanesbær, nánar tiltekið eign merkt 02-06, fastanúmer 250-2240 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Dalsbraut 5 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 250-2240, birt stærð 103.3 fm.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.