Þorláksgeisli 7, 113 Reykjavík Er falleg og töluvert endurnýjuð fjögurra herbergja 122,2 fm endaíbúð ásamt stæði í lokaðri bílgeymslu. Lyfta er í húsinu. Eigninni tilheyra tveir stórir sérafnotareitir. Úr stofu er útgengi á afgirtan sólpall í suðvestur og úr barnaherbergi er útgengi á hellulagðar svalir í norðaustur. Innan íbúðar er sér geymsla og sér þvottahús, einnig er sér geymsla í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Tvö stæði tilheyra hverri íbúð, þ.e. eitt sér í bílageymslu og eitt á sameiginlegu bílaplani.
Eignin er skráð skv. HMS alls 122,2 fm, þar af er geymsla 2,5 fm
Fasteignamat eignar fyrir árið 2024 er 81.750.000
Nánari lýsing:
Anddyri: Frá sameign er gengið inn forstofu með fataskáp. Flísar á gólfi.
Eldhús: Falleg hvít innrétting. Hvítur quarts steinn er á borðum, innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Ofnar í vinnuhæð. Vínilflísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Björt stofa með parketi á gólfi, útgengi á afgirta verönd.
Hjónherbergi: Rúmgott herbergi með hornglugga og góðu skápaplássi. Viðarparket á gólfi.
Svefnherbergi I: Bjart herbergi með fataskáp, parket á gólfi. Útengt á hellulagða verönd með gervigrasi yfir að stærstum hluta.
Svefnherbergi II: Gott herbergi með fataskáp. Viðarparket á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítri nýlegri innréttingu og speglaskáp með innbyggðri lýsingu, handklæðaofn á vegg. Sturtuklefi og baðkar. Flísar á veggjum og vínilflísar á gólfi.
Þottahús: Með vegghengdum efri skápum, vinnuborði og skolvaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi. Vínilflísar á gólfi.
Verönd: Stór afgirt, Útgengt frá stofu, snýr í vestur og nær fyrir hornið.
Sér afnotareitur: Út frá svefnherbergi I snýr í austur og er afgirt, hellulagt að stærstum hluta með gervigrasi yfir.
Geymsla: 2,5 fermetra geymsla er í kjallara hússins.
Bílageymsla: Sér stæði í bílageymslu, innangegnt úr sameign. Hleðsla fyrir rafbíl.
Sameignileg hjóla og vagnageymsla er í sameign. Sameign er mjög snyrtileg, gott aðgengi í hjólageymslu og í bílageymslu er gott skipulag með aðstöðu til bílaþvottar.
Um er að ræða fallega og töluvert endurnýjaða eign í góðu fjölskylduvænu hverfi.
Ekki hika við að hafa samband til að bóka skoðun eða fá frekari upplýsingar hjá skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang fasteignir@procura.is eða í síma 497 7700
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Opinber gjöld við kaup: Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
113 | 139.1 | 88,9 | ||
113 | 113.3 | 83,9 | ||
113 | 113.3 | 83,9 | ||
113 | 88 | 89,9 | ||
113 | 88 | 89,9 |