Betri Stofan Fasteignasala og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna einstaklega fallega, bjarta og sjarmerandi 134,2fm, 5 herbergja hæð með sérinngangi á 1.hæð frá götu, jarðhæð frá garði. Rúmgóður sérafnotaflötur í garði með viðarverönd, útgengt frá stofu. Eigninni fylgir einnig sérstæður bílskúr og sérbílastæði með snjóbræðslu og rafmagnshleðslustöð fyrir framan bílskúr sem rúmar 2 bíla.
Einkar falleg hæð með aukinni lofthæð og gullfallegri gluggasetningu í fallegu þríbýlishúsi teiknað af Pétri Ingimundarsyni byggingameistara á besta stað í gamla vesturbænum. Eignin er afar vel skipulögð þar sem gengið er inn um sérinngang og komið inn í forstofu. Úr forstofu er komið inn í gang sem tengir saman flest rými hæðarinnar. Af gangi er gengið inn í 2 samliggjandi afar fallegar, opnar og bjartar stofur með útgengi út á sérafnotaflöt með viðarverönd til suðurs og út í garð. 3 rúmgóð herbergi, öll með skápum. Gengið í tvö af þeim úr gangi og eitt úr annarri stofunni. Af gangi er svo einnig gengið inn í eldhús með nýlegri innréttingu, tækjum og upphengdum hillum ásamt baðherbergi sem var endurnýjað og standsett árið 2005. 2 sérgeymslur í sameignargangi í kjallara Lóðin er til suðurs, stór, gróin og falleg með tyrfðri flöt og afgirt. Frábær staðsetning í fallegu hverfi á besta stað í bænum.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is
Nánari lýsing:
Stigapallur: Gengið upp sameiginlegan steyptan stigapall. Sér inngangur af stigapalli.
Forstofa: Komið inn í forstofu um sérinngang.
Gangur: Úr forstofu er komið inn í gang sem tengir flest rými hæðarinnar.
Borðstofa/stofa: Rúmgóðar, afar fallegar samliggjandi stofur með aukinni lofthæð, fallegum listum í lofti og fallegum gluggum. Útgengt út á stóran og góðan sérafnotareit með viðarverönd.
Sérafnotareitur: 20fm viðarverönd útfrá stofu í garði. Leyfi liggur fyrir í húsfélaginu að stækka veröndina um ca. 5 fermetra eða út suðurvegg hússins.
Eldhús: Endurnýjað árið 2020 með fallegri neðri innréttingu með innbyggðum blástursofni, spanhelluborði og uppþvottavél. Upphengdar opnar hillur fyrir ofan innréttingu ásamt upphengdum háf fyrir ofan helluborð.
Baðherbergi: Baðherbergi endurnýjað og standsett árið 2005. Opin sturta með glervegg, upphengt salerni, handklæðaofn, skápur ásamt baðinnréttingu með opnum neðri skáp með handlaug ofan á ásamt stórum spegli fyrir ofan vask. Flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi I: Inn af borðstofu. Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Við enda gangar. Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi: III: Við enda gangs. Gott barnaherbergi með tvöföldum fataskáp.
Geymslur: Tvær sérgeymslur í kjallara. 0,6fm & 8,5fm.
Bílskúr: Stakstæður, skráður 17,1fm með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni. Rafmagnshleðslustöð á bílskúr. Sér bílastæði í aðkeyrslu að bílskúr, rúmar 2 bíla. Snjóbræðsla í aðkeyrslu.
Sameign: Sameiginlegt þvottaherbergi, með glugga, sér tenglum fyrir hverja íbúð og niðurfalli í gólfi. Sameiginlegt þurrkherbergi, með glugga, lakkað gólf. Sameiginlegur stigagangur með rishæð.
Garður: Sameiginlegur gróinn og fallegur bakgarður til suðurs, tyrfður og með fallegum trjám.
Lóð: 468,3 FM EIGNALÓÐ.
Afar falleg 5 herbergja sérhæð í fallegu húsi í afar vinælu hverfi í gamla vesturbænum. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu. Skólar á öllum stigum í nágrenninu. Þá er miðbærinn með allt sem hann hefur uppá að bjóða í göngufæri.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@betirstofan.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.