ELKA lgf. 863-8813 hjá Fasteignasölunni TORG kynnir skemmtilega 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi í þessu vinsæla hverfi Reykjavíkur.
--- íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning ---
Eignin er á tveimur hæðum í vel viðhöldnu og snyrtilegu lyftuhúsi með góðri sameign, stærð skv. FMR er 132,6 m².
Íbúðin skiptist í anddyri, gestasalerni, geymslu/fataherbergi, eldhús, borðstofu, stofu, tvennar svalir, stiga, 3 svefnherbergi, hol, baðherbergi, þvottahús og sér geymslu á jarðhæð.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir lgf. í síma 863-8813 eða elka@fstorg.is
Nánari lýsing:
Komið er inní opna forstofu og þaðan er gott flæði í alrými íbúðarinnar.
Á hægri hönd er gestasalerni með handlaug, flísar á gólfi.
Við hlið gestasalernis er geymsla sem er nýtt sem fataherbergi með hengi og hillum.
Eldhús er með innréttingu síðan 2006, flísar á milli skápa, gott vinnupláss, opið úr eldhúsi inní borðstofu. Flísar á gólfi eldhúss.
Gott flæði er á milli rúmgóðrar stofu, borðstofu og eldhúss. Útgengt út á svalir til vesturs. Parket á gólfum alrýmis.
Stofan er björt og rúmgóð og þaðan er stigi uppá efri hæð íbúðar. Ágætis geymslupláss er undir stiga.
Þegar komið er uppá stigapall tekur við opið rými sem hægt væri að nýta sem sjónvarpshol eða skrifstofu, þar fyrir innan eru tvö barnaherbergi.
Á svefnberbergisgangi sem leiðir í hjónaberbergi er baðherbergi og þvottahús.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, góð innrétting (endurnýjuð 2006) ásamt baðkari með sturtuaðstöðu.
Þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og upphengdum skáp (ekki er mynd af þvottahúsi).
Virkilega rúmgott hjónaberherbergi er innst á ganginum, þaðan er útgengt á svalir til austurs með mjög fallegu útsýni.
Tvö barnaherbergi eru á efri hæðinni, lokuð af með glerhurðum að framan. Á efri hæð er teppi að fráskildu baðherbergi og þvottahúsi.
Þess má geta að á framhlið hússins er einkar glæsileg, en þar má finna lágmynd Sigurjóns Ólafssonar sem er einn af okkar helstu myndhöggvurum. Þykir húsið sjálft merkilegt í byggingasögu höfuðborgarinnar en lágmyndina gerði Sigurjón þegar það var í byggingu.
Húsið hefur alla tíð fengið gott viðhald, m.a;
* var þak endurnýjað árið 2018
* 2021 voru gluggar endurnýjaðir, húsið múrviðgert og málað
* 2022 voru svalirnar yfirfarnar og málaðar
Fyrirhugað fasteignamat 2025: 84.400.000 kr.
Sérgeymsla er í sameign á jarðhæð, 5,8 m² að stærð.
Í sameign á efstu hæð er lítill sameiginlegur salur fyrir húseigendur, þaðan er mjög fallegt útsýni og svalir til suðurs.
Á jarðhæð er leikherbergi sem börn í húsinu mega nýta sér. Sameiginleg hjólageymsla er á jarðhæð ásamt þvottahúsi með sameiginlegum vélum, við hlið þvottahúss er snyrting.
Nýlegt dyrasímahverfi í húsinu. Húsfélagið á íbúð á efstu hæð sem er í útleigu í dag og renna leigutekjur í hússjóð.
Aðkoman að húsinu er falleg, snjóbræðsla í stétt umhverfis húsið. Gott bílaplan þar sem búið er að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
Virkilega góð staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í mikilli nálægð við alla þjónustu, verslanir, skóla og leikskóla.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.