Fasteignaleitin
Skráð 5. des. 2024
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Daya Nueva

EinbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
141 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
52.000.000 kr.
Fermetraverð
368.794 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
922170224
Húsgerð
Einbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Verönd og góðar svalir
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*EINBÝLISHÚS Í EKTA SPÆNSKUM BÆ STUTT FRÁ ALICANTE*-*FRÁBÆRT VERÐ*

Falleg, rúmgóð og vel skipulögð  einbýlishús á tveimur hæðum í fallegum spænskum bæ, stutt frá Alicante. Góð verönd út frá stofu, sérgarður með einkasundlaug. Sameiginlegur sundlaugargarður. Um 30 mín akstur frá Alicante, 10-20 mín akstur niður á ströndina í Guardamar eða La Marina. Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni. Örstutt labb á local veitingastaði í bænum, en stutt í stærri bæi eins og Almoradi (4km), Guardamar (15km), Rojales (6km) og Torrevieja (20km). Fallega gróið umhverfi með göngu-og hjólaleiðum.  Húsið  er vel skipulagt með góðu alrými, þremur svefnherbergjum, þremur baðherbergjum og gestasnyrtingu. 

Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali,adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur,   karl@spanareignir. GSM 777 4277

Nánari lýsing:

Neðri hæð: gott eldhús, með góðri tengingu við stofu og borðstofu í rúmgóðu alrými ásamt svefnherbergi með sér baðherbergi. Gestasnyrting og þvottahús.
Efri hæð: tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stórar svalir út frá svefnherbergjum.

Út frá stofunni er stór verönd og góður, lokaður garður með flottri aðstöðu til að njóta sólar og grilla. Einkasundlaug og sameiginlegur sundlaugargarður. Kjörin aðstaða til að njóta útiveru í góðu veðri allt árið.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, algjöra útivistarparadís í rólegu og fallegu umhverfi, en örstutt frá stöðum sem gaman er að heimsækja. Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni.
Örstutt göngufæri í miðbæinn þar sem hægt er koma við hjá bakaranum og fá sér nýbakað brauð, eða kjötkaupmanninum og velja sér góða steik á grillið.

FRÁBÆRT VERÐ, frá: 359.000 Evrur. (ISK 52.000.000,- miðað við gengi 1E=145ISK)

Hægt er að fá húsin afhent fullbúin húsgögnum og rafmagnstækjum gegn viðbótarkostnaði. þannig að allt verði tilbúið þegar flutt er inn.

Hagstæð fjármögnun í boði úr spænskum bönkum, sem auðveldar kaupin.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkarwww.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: einkasundlaug, sameiginlegur sundlaugargarður, bílastæði, air con,
Svæði: Costa Blanca, Daya Nueva,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Busot - Alicante
SPÁNAREIGNIR - Busot - Alicante
Spánn - Costa Blanca
135 m2
Einbýlishús
423
381 þ.kr./m2
51.400.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
Spánn - Costa Blanca
140 m2
Einbýlishús
433
371 þ.kr./m2
52.000.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
Spánn - Costa Blanca
106 m2
Einbýlishús
433
491 þ.kr./m2
52.000.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
Spánn - Costa Blanca
140 m2
Einbýlishús
433
361 þ.kr./m2
50.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin