Fasteignaleitin
Skráð 10. des. 2024
Deila eign
Deila

Úthagi 16

EinbýlishúsSuðurland/Selfoss-800
169.8 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
72.500.000 kr.
Fermetraverð
426.973 kr./m2
Fasteignamat
72.400.000 kr.
Brunabótamat
72.000.000 kr.
Byggt 1973
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2187535
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upprunalegt
Raflagnir
upprunalegt
Frárennslislagnir
upprunalegt
Gluggar / Gler
upprunalegt
Þak
upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
verönd
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Um ræðir eignina Úthagi 16, 800 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 218-7535 ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Húsið er timburhús með áföstum bílskúr, 4 svefnherbergi, stofa og eldhús. Stór garður fylgir eigninni og er hellulögð verönd á bakvið og heitur pottur. Eignin er staðsett í mjög grónu hverfi á Selfossi.

Eignin Úthagi 16 er skráð sem hér segir hjá HMS: Eign 218-7535, birt stærð 169.8 fm. Eignin skiptist í íbúð 119,8m2 sem byggt var árið 1973 og 50m2 bílskúr sem byggður var árið 1983. Húsið hefur fengið nokkuð viðhald undanfarin ár en búið er að skipta um veggjaplötur að mestu í stofu, gangi og eldhúsi og nýjar innihurðar settar í á sama tíma. Búið að skipta um rúður að hluta í stofu. Þakið var málað og grunnað ca. árið 2020. Nýtt plastparket sett árið 2021 á allt húsið að utan forstofuherbergi. Búið er að einangra veggi í bílskúr að innan og plasta að hluta en engin klæðning er á veggjum innandyra. Búið að setja vegg í stað bílskúrshurðar en stefnt var að því að breyta bílskúrnum í íbúð en í skúrnum er m.a. baðherbergi og tengi fyrir þvottavélar. Skipt var um klæðningu á bílskúr að utan ca. árið 2019. Ekki er þörf á miklum framkvæmdum til þess að breyta bílskúrnum í íbúð til útleigu.

Neysluvatnslagnir eru upprunalegar en búið er að taka rafmagnsofna sem voru í húsinu og setja upp hitaveituofna. Seljandi hefur ekki upplýsingar um hvenær það var gert. Rafmagn upprunalegt. Nýlega var frárennslið á eigninni myndað og var frárennsli frá sökkli og út í götu í góðu lagi.  

Nánari lýsing:
Komið er inn á flísalagt anddyri með fatahengi. Innangegnt í bílskúr.
Forstofu andyri með flísum á gólfi.
Eldhúsið er rúmgott og með snyrtilegri hvítri innréttingu, parket á gólfi. Eldhúsið er opið svæði með borðstofu handan við eldhúsbekkinn.  
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar og með parketi á gólfi. 
Hjónaherbergi með skápum og parketi á gólfi, og fataskáp.
Barnaherbergi I með parketi á gólfi.
Barnaherbergi II með parketi á gólfi.
Forstofuherbergi með eldra parketi á gólfi.
Baðherbergi með baðkari og sturtu úr hlöðnu gleri. Flísar á veggjum og gólfi. Snyrtileg innrétting.
Bílskúrinn er stór og rúmgóður og er eitt opið rými með litlu baðherbergi. Engin klæðning á veggjum eða lofti. Búið að setja nýja einangrunarull allstaðar og plasta að hluta. Ekkert gólfefni. 
Við húsið er hellulögð verönd með heitum potti.
Garðurinn er stór og sólríkur og lóðin er vel gróin

Nánari upplýsingar veitir Kristófer Ari Te Maiharoa Lögfræðingur og nemi til löggildingar fasteignasala, í síma 6956134, tölvupóstur kristo@olafur.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu


Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill LÓB fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/06/201625.500.000 kr.29.900.000 kr.169.8 m2176.089 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1983
50 m2
Fasteignanúmer
2187535
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
15.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Langamýri 16
Skoða eignina Langamýri 16
Langamýri 16
800 Selfoss
161.4 m2
Raðhús
423
433 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina GRASHAGI 24
Bílskúr
Skoða eignina GRASHAGI 24
Grashagi 24
800 Selfoss
167.5 m2
Einbýlishús
413
417 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Bleikjulækur 10
Bílskúr
Skoða eignina Bleikjulækur 10
Bleikjulækur 10
800 Selfoss
132.5 m2
Parhús
414
573 þ.kr./m2
75.900.000 kr.
Skoða eignina Björkurstekkur 7
Bílskúr
Björkurstekkur 7
800 Selfoss
176.3 m2
Parhús
524
396 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin