Gimli fasteignasala og Kristján Gíslason kynna Naustavör 2, íbúð 102, sem er rúmgóð 2ja herb íbúð á jarðhæð og henni fylgir bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er skráð 88 fm og samanstendur af svefnherbergi, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. Einnig eldhús og stofa, sem mynda fallegt sameiginlegt opið rými. Úr stofu er gengt út á timburverönd, sem er 20,6 fm sérafnotareitur.Smellið hér til að horfa á myndband af eigninni.
Bókið skoðun og fáið frekari upplýsingar hjá Kristján Gíslason í síma 691-4252, eða kristjan@gimli.isNÁNARI LÝSING:Í
anddyri eru flísar á gólfi og stór fataskápur.
Svefnherbergið er strax til hægri þegar komið er inn í íbúðina. Þar er stór fataskápur og fallegur horngluggi. Gengt svefnherberginu er
baðherbergið með stórri sturtu, flísum á öllum veggjum og gólfi, vegghengdu salerni, góðri innréttingu og handklæðaofni. Síðan er komið er inn í stóra
stofu en hún myndar fallegt og rúmgott rými með eldhúsinu. Úr stofunni er gengt út á timbur verönd, sem er sérafnotareitur fyrir þessa íbúð.
Eldhúsið er með viðar innréttingu, hvítum efri skápum og eyju, sem skilur að eldhús og stofu. Bakarofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, spansuðuhelluborð og háfur. Innaf eldhúsinu er
þvottahúsið með tengi fyrir þvottavél og vinnuborði með vask. Innaf þvottahúsinur er síðan
geymslan.
Sérafnotareitur á lóð, sem gengið er út á úr stofunni, er 20,6 fm. Þar er timburverönd.
Bílastæði í bílakjallara merkt
B02, fylgir íbúðinni. Búið er að setja upp rafmagnstöflu við hlið stæðis og því lítið mál að setja upp bílarafhleðslustöð.
Sameignin inni er mjög snyrtileg og lóðin skemmtilega hönnuð og með fallegum gróðri. Húsið er álklætt og því viðhaldslétt. Lyfta er í húsinu.
Vinsældir Kársnesins hafa verið mikla síðustu árin og hafa ekki minnkað, nú þegar styttist í komu brúarinnar yfir Fossvoginn. Stutt er í alla almenna þjónustu, steinsnar er í göngu- og hjólastíga og stutt er í helstu stofnbrautir.
Nánari upplýsingar veitir: Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is eða
gimli@gimli.isGimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta.
Gimli, gerir betur...Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isHeimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.