Fasteignaleitin
Skráð 4. okt. 2024
Deila eign
Deila

Narfasel

EinbýlishúsVesturland/Akranes-301
177.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
507.623 kr./m2
Fasteignamat
64.150.000 kr.
Brunabótamat
84.700.000 kr.
Mynd af Sigrún Gréta Helgadóttir
Sigrún Gréta Helgadóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2334225
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Annað
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta.
Raflagnir
Endurnýað að hluta.
Frárennslislagnir
Upprunalegt frá 2020.
Gluggar / Gler
Upprunalegt frá 2020.
Þak
Upprunalegt frá 2020.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Upphitun
Hitaveita.
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir lögbýlið að Narfaseli í Hvalfjarðarsveit, í um 50 mín. akstri úr Höfuðborginni. Um 28,3 ha. eignarland er að ræða. Íbúðarhúsið var byggt árið 2020 og er gólfhiti í húsinu. Hitt húsið er einnig nýtt í dag til búsetu. Sér tenging er við hitaveitu og kalt vatn kemur úr eigin borholu. Íbúðarhúsið er 90,5 m2 og skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús, tvö baðherbergi, forstofu, þvottahús og geymslu. Yfir tveimur herbergjanna er milliloft sem er nýtt í dag sem svefnaðstaða. Í húsinu er þriggja fasa rafmagn. Hitt húsið er 86,6 m2 og er hitað upp með affalli frá íbúðarhúsinu. Úti er svo gróðurhús, 150 m2 að stærð og grunnur að öðru jafn stóru. Grænmetisgarður er um 5.000 m2 að stærð og var u.þ.b. þriðjungur af skurðunum endurnýjaðir árið 2020. Frá árinu 2021 hefur mörg þúsund trjáplöntum verið plantað sem skjólbelti. Neðar í landinu, niður afleggjarann eru tvö lítil óskráð hús.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing íbúðarhúss sem byggt var 2020 og er 90,5 m2:
Staðsteypt gólfplata með gólfhita (öll platan nema geymsla), burðarvirki húss er límtrésbitar, þak er sperruþak með bárujárni.
Forstofa 
er inn af bílaplani. Forstofa er án gólfefna. Inn af forstofu er alrými húss.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með eldhúsi. Stórt borðstofuborð og sófi rúmast vel í alrýminu. Gólfsíðir gluggar með útsýni til suðurs yfir grasivaxin tún með miklu fuglalífi. Sést yfir að Akrafjalli handan við skóg í nágrenninu. Aukin lofthæð. Parket á gólfi.
Eldhús er með grænni innréttingu á einum vegg. Hvítur sökkull og viðarborðplata. Háfur yfir eldavél. Nýr vaskur, blöndunartæki og uppþvottavél.
Herbergi I er með tvíbreiðu 160 cm. rúmi. Hægt er að hafa opið á milli þess og næsta herbergis. Parket á gólfi.
Herbergi II er nógu rúmgott fyrir tvö einbreið rúm. Milliloft er fyrir ofan. Herbergi er án gólfefna.
Herbergi III er svíta með sér inngangi sem snýr til norðurs að heimreiðinni. Eldhúskrókur, 140 cm. breiður svefsófi og sér baðherbergi. Á svefnlofti er 180 cm. breið dýna. Parket er á gólfi herbergis.
Baðherbergi inn af svítunni er með sturtu og salerni. Opnanlegt fag. Steypt gólf. 
Baðherbergi inn af eldhúsi er með rúmgóðri sturtu með gleri. Opnanlegt fag er við sturtu. Salerni og skemmtileg handlaug, eins og húsið ber merki um. Inn af baðherbergi er þvottahús. Hvort tveggja án gólfefna.
Öll svefnherbergin og baðherbergin eru með útsýni til fjalla, m.a. Hafnarfjall.
Þvottahús er með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Hillur og vel rúmgott til að athafna sig. 
Geymsla er inn af forstofugangi. Hillur, inntök og rafmagnstafla.

Nánari lýsing auka húss/hlöðu, byggt 2022 og er 86,6 m2:
Steypt plata. Kynt með affalli af íbúðarhúsi. Klætt álplötum með einangrun á milli.
Forstofa
er einstaklega rúmgóð með góðri aðstöðu fyrir yfirhafnir o.fl. 
Stofa er með gólfsíðum frönskum gluggum. Hurð er úr stofu yfir í skála. Parket á gólfi.
Eldhús er með viðarinnréttingu, hillum, stæði fyrir uppþvottavél, eldavél og ísskáp.
Baðherbergi er tvískipt, bæði með rennihurðum. Öðrumegin á gangi er salerni, handlaug, innrétting og skápar. Parket á gólfi þar. Hinumegin er baðkar í rúmgóðu herbergi með máluðu gólfi.
Herbergi IV er rúmgott með hvítum panel á veggjum. Herbergi án gólfefna.
Skáli, lágreistur með gleri og plötum. 

Gróðurhúsið er tengt heitu vatni og rafmagni og er 150 m2 að stærð. Grunnur að öðru er við hliðina og er þar tengi fyrir kalt vatn. Járnstangir eru ofan á steyptum sívalningum sem ná niður fyrir frostþolna jörð. Plast er yfir gróðurhúsinu.

Tvö auka hús eru neðar á lóðinni, nær sjó. Þar eru kojur, lítið eldhús og baðherbergi. Stórir gluggar til að njóta útsýninsins út á sjó til vesturs. Sólsetrið bakvið Snæfellsjökul er engu líkt á fallegum kvöldum.

Nokkrir punktar:

Rotþró var hreinsuð í júní 2024
Íbúðarhúsið hefur verið í útleigu í Airbnb og eru eigendur Superhosts með einkunn 4,95 af 5 mögulegum.
Frábær staðfestning fyrir norðurljós án ljósmengunar.
Í nágrenninu eru fossar, heitar uppsprettur og magnað sjávar- og fjallaútsýni.
Húsið er í alfaraleið, nálægt þjóðvegi 1.
Barrtrjám hefur verið plantað í þúsundatali í samstarfi með Skógræktarfélagi Íslands.
Narfastaðaland 4 er með landnúmer 203958. 

Fyrirhugað fasteignamat 2025: 64.150.000 kr.

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/07/202248.750.000 kr.60.000.000 kr.177.1 m2338.791 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2022
86.6 m2
Fasteignanúmer
2334225
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
31.950.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Háimelur 13
Bílskúr
Skoða eignina Háimelur 13
Háimelur 13
301 Akranes
158.5 m2
Parhús
413
567 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Háimelur 11
Bílskúr
Skoða eignina Háimelur 11
Háimelur 11
301 Akranes
158.5 m2
Parhús
413
567 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Álfalundur 36
Skoða eignina Álfalundur 36
Álfalundur 36
300 Akranes
155.1 m2
Raðhús
514
580 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Reynigrund 17
Bílskúr
Skoða eignina Reynigrund 17
Reynigrund 17
300 Akranes
168.3 m2
Einbýlishús
413
522 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin