Fasteignaleitin
Skráð 10. nóv. 2023
Deila eign
Deila

Gerðarbrunnur 32

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarholt og Úlfarsárdalur-113
240 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
134.900.000 kr.
Fermetraverð
562.083 kr./m2
Fasteignamat
118.450.000 kr.
Brunabótamat
110.230.000 kr.
Byggt 2009
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
F2314606
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir
Lóð
100
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Gerðarbrunnur 32, 113 Reykjavík er fallegt og vel skipulagt parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á skemmtilegum og fjölskylduvænum stað í Úlfarsárdal. Húsið, sem er 239,3 fermetrar og byggt árið 2009, er steinsteypt og klætt að utan með smábáru í ljósum lit. Gluggar eru ál-tré og svalagólf er klætt tvöföldum ásoðnum dúk og yfir eru lagðar viðhaldsfríar útiflísar sem liggja lausar á undirliggjandi stoðum.
Á svölum og við útistiga er tvöfalt (8mm + 8mm) samlímt glerhandrið.  Í öllum gólfum er gólfhiti nema í bílskúr og þvottahúsi þar sem eru ofnar. Snjóbræðslukerfi í innkeyrslu. Öll gólf eru flísalögð með samskonar flísum. Allar innréttingar þ.e. í eldhúsi og á baðherbergjum eru hvítar og með quartz borðplötum. Léttur stigi með glerhandriði á milli hæða. Sólvarnargler er á suðurhlið og lagnir fyrir heitan pott út á lóð sunnan húss.

Eignin skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og rúmgóða stofu með aukinni lofthæð, stórum gluggum og útsýni til suðurs yfir borgina. Norðan megin húss er steypt innkeyrsla með stóru og góðu bílastæði en til suðurs eru svalir á efri hæð og garður við neðri hæð. Þá er stutt í íþróttaaðstöðu Fram, leik- og grunnskóla sem og út í fallega náttúru. 

Eignin er skráð skv. HMS alls 239,3 fm, þar af er bílskúr 25,0 fm I Fasteignamat eignar árið 2024 er 131.500.000,- 


EFRI HÆÐ: samanstendur af bílskúr, forstofu, herbergi, salerni, og alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu.  Útgengt er úr borðstofu út á suðursvalir.  
Bílskúr: 25 fermetra innbyggður flísalagður bílskúr. 
Forstofa: úr forstofu er aðgengi að bílskúr og svefnherbergi. Gips í lofti og innfelld lýsing.
Herbergi: eitt svefnherbergi er á hæðinni við forstofu.
Salerni: innrétting með quartz handlaug og borðplötu. Stór sturta við enda herbergis. Gips í lofti.
Alrými:  eldhús með eyju, borðstofa og stofa. Á milli stofu og borðstofu er útgengt út á suðursvalir. Gips í loftum í alrými og innfellding lýsing.


NEÐRI HÆÐ: samanstendur af anddyri, þremur svefnherbergjum, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, þvottarými / geymslu.  Útgengt er úr sjónvarpsherbergi út á suðurlóð. Sérinngangur er á neðri hæð. Innangengt er á milli hæða. 
Forstofa: sérinngangur fyrir neðri hæð. Gips í loftum og innfelld lýsing.    
Svefnherbergi:  þrjú rúmgóð herbergi.    
Sjónvarpsherbergi: rúmgott sjónvarpsherbergi og þaðan er útgengt út á suðurlóð.  Möguleiki á að breyta sjónvarpsherbergi í svefnherbergi.
Baðherbergi:  Flísalagt baðherbergi með baðkeri, sturtu, salerni og innréttingu með handlaug. 
Þvottarými / geymsla: rúmgott þvotta/geymslurými.


Frábært tækifæri til að eignast afar fallegt og vel skipulagt parhús á barnvænum stað þar sem stutt er í bæði leik- og grunnskóla, íþróttaiðkun og alla helstu þjónustu og verslanir. 


Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang fasteignir@procura.is eða í síma 497 7700

SkoðunarskyldaÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Opinber gjöld við kaupKostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal. 
Forsendur söluyfirlitsSöluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2009
25 m2
Fasteignanúmer
2314607
Númer hæðar
1
Númer eignar
02
Byggingarstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Húsmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.230.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Procura Fasteignasala
Procura Fasteignasala
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grænlandsleið 14
Bílskúr
Opið hús:28. nóv. kl 17:00-17:30
Grænlandsleið 14
113 Reykjavík
234.2 m2
Parhús
32
533 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Kristnibraut 33
3D Sýn
Skoða eignina Kristnibraut 33
Kristnibraut 33
113 Reykjavík
203.4 m2
Fjölbýlishús
725
614 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Urðarbrunnur 104
Bílskúr
Urðarbrunnur 104
113 Reykjavík
210.7 m2
Parhús
624
610 þ.kr./m2
128.500.000 kr.
Skoða eignina Kristnibraut 9
Bílskúr
Opið hús:29. nóv. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Kristnibraut 9
Kristnibraut 9
113 Reykjavík
188.6 m2
Hæð
422
662 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache