Fasteignaleitin
Skráð 8. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Fossvegur 2

FjölbýlishúsSuðurland/Selfoss-800
95 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
54.900.000 kr.
Fermetraverð
577.895 kr./m2
Fasteignamat
51.200.000 kr.
Brunabótamat
56.300.000 kr.
Mynd af Páll Pálsson
Páll Pálsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2004
Þvottahús
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2273434
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
6
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Suðvestursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Björt og rúmgóð þriggja herbergja endaíbúð í fallegu hverfi að Fossvegi á Selfossi 

-Tvö tengi til hleðslu á rafmagnsbílum á bílastæði.
-Flott útsýni af 9,3 fm suðvestursvölum með útsýni til fjalla.
-Gott skipulag og góð staðsetning nálægt leikskóla og miðbæ Selfoss.
-Snyrtileg og vel viðhaldin eign í fjölskylduvænu hverfi.

Birt stærð samkvæmt HMS: 95,0 m²

Nánari upplýsingar veita:
Páll Pálsson Lgf - s. 7754000 palli@palssonfasteignasala.is
Andrea Ósk Harradóttir s. 785-6698 andrea@palssonfasteignasala.is 

Nánari lýsing á íbúð:
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. 
Íbúðin er á annari hæð í lyftuhúsi við Fossveg á Selfossi. Tvö tengi til hleðslu á rafmagnsbílum á bílastæði. Snyrtileg aðkoma að snyrtilegu húsi með vel reknu húsfélagi. Stutt gönguleið í rómaðan miðbæinn með verslunum, kaffihúsi, veitingastöðum og fallegu torgi. Einnig er örstutt ganga í leikskóla.  Eignin skiptist í forstofu, gang, tvö rúmgóð herbergi, gott baðherbergi með opnanlegu fagi og þvottaaðstöðu, gluggalaust herbergi og bjart opið alrými sem rúmmar eldhús, borðstofu og stofu. Útsýni til fjalla frá stofuglugga og svölum.

Forstofa er rúmgóð með glugga, fataskáp og flísum á gólfi.
Gangur er með síðum glugga í enda og leiðir inn í önnur rými íbúðarinnar.
Herbergi eru tvö bæði rúmgóð með skápum.
Baðherbergi/þvottaherbergi er rúmgott með opnanlegum glugga, vaski í góðri innréttingu, sturtuklefa, hornbaðkari, handklæðaofni og þvottaaðstöðu fyrir þvottavél og þurkara. Flísar á gólfi.
Gluggalaust herbergi/geymsla innan íbúðar er rúmgóð með hillum.
Eldhús er með viðarinnréttingu, góðu skápaplássi og vaski við glugga.
Stofa/borðstofa er opin við eldhús sem skapar sérlega góða birtu í rúmgóðu alrýminu (þar sem um endaíbúð er að ræða). þar er gengið út á suðvestur svalir með útsýni til fjalla.

Innréttingar, innihurðar og gólfefni. Fataskápar, eldhúsinnrétting og baðinnrétting eru úr dökkum sléttum sambærilegum við. Innihurðar dökkar yfirfelldar viðarhurðar. Parket á herbergisgólfum, gangi og stofu, flísar á öðrum gólfum. 
Sameign er snyrtileg, björt með lyftu. sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Inn í lyftugang er handfrjáls opnunarbúnaður og myndavélakerfi við dyrasýma.
Hús er klætt að utan með stálklæðningu og viðhaldslétt.
Lóð er tyrfð bakatil og með hellulögn og steyptu stóru bílaplani að framan og til hliðar sem er hitað upp með afrennsli af húsinu.

Fasteignamat fyrir 2026 er 55.250.000kr

Góð eign fyrir litlar fjölskyldur og einnig tilvalin fyrir þá sem eru að minnka við sig.

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteign, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/10/202344.150.000 kr.48.900.000 kr.95 m2514.736 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Eyravegur 46
Skoða eignina Eyravegur 46
Eyravegur 46
800 Selfoss
100.8 m2
Fjölbýlishús
312
545 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Eyravegur 34
Skoða eignina Eyravegur 34
Eyravegur 34
800 Selfoss
78.1 m2
Fjölbýlishús
413
679 þ.kr./m2
53.000.000 kr.
Skoða eignina Austurhólar 8
Skoða eignina Austurhólar 8
Austurhólar 8
800 Selfoss
80.1 m2
Fjölbýlishús
312
685 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Austurhólar 10
Skoða eignina Austurhólar 10
Austurhólar 10
800 Selfoss
83.2 m2
Fjölbýlishús
312
684 þ.kr./m2
56.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin