Fasteignaleitin
Skráð 20. jan. 2025
Deila eign
Deila

Bæjargil 76

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
224.6 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
149.900.000 kr.
Fermetraverð
667.409 kr./m2
Fasteignamat
142.500.000 kr.
Brunabótamat
100.110.000 kr.
Byggt 1989
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2069689
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Endurnýjað járn
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

RE/MAX, Guðlaug Jóna lgf. og Garðar Hólm lgf. kynna: Glæsilegt endaraðhús með bílskúr við Bæjargil 76, Garðabæ. Frábær staðsetning í rótgrónu hverfi. 
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 224,6 fm þar af bílskúr 32 fm. Húsið er einstaklega vel skipulagt og með miklu geymslurými. Gengið er inn á aðalhæð þar sem forstofa, eldhús, stofur og gestasnyrting er til staðar. Á efri hæð hússins eru svo svefnherbergin, ásamt góðu fjölskyldurými/sjónvarpsholi, þvottahúsi og baðherbergi. Geymsluloft er yfir hluta efri hæðar og bílskúrs. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu svo sem leikskóla, grunnskóla, fjölbrautarskóla, tvö íþróttahús og golfvöll GKG.
 
Allar nánari upplýsingar veita Guðlaug Jóna lgf. í síma 661-2363 eða gulla@remax.is og Garðar Hólm lgf. í sima 899-8811 eða gardar@remax.is
 
Nánari lýsing:
Neðri hæð
Forstofa:
Forstofa er með flísum á gólfi, þaðan er gengið í hol með parketi, fataskápum og geymslu undir stiga.
Gestasalerni: Gestasalerni er inn af holi og er það með flísum á gólfi.  Innrétting er með ágætis skápaplássi.
Eldhús: Eldhús er með nýlegri innréttingu frá Schmidt í Parka.  Kvars steinn frá Fígaró er á borðum.  Mjög gott skápapláss er í innréttingu, tveir ofnar og vifta frá Simens og innbyggð uppþvottavél.  Borðkrókur er í eldhúsi.
Stofa/Borðstofa: Stofa og borðstofa er í sama rými og eru einstaklega rúmgóðar.  Sólstofa til suðurs hleypir mikilli birtu inn.  Útgengi er á pall/lóð frá sólstofu.  Auðvelt væri að gera auka svefnherbergi í stofu án þess að það kæmi mikið niður á rýminu.  Parket og flísar eru á rýmum og gólfhiti að hluta.
 
Efri hæð
Hol:
Bjart stórt hol tengir herbergi efri hæðar.  Parket er á gólfi og mikil lofthæð með þakglugga.  Rýmið hefur verið notað sem sjónvarpshol og æfingaraðstaða.
Baðherbergi: Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum og með gólfhita.  Auk innréttingar er baðkar, sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús: Þvottahús er með dúk á gólfi, skolvask í borðplötu og opnanlegan glugga.  Fellistigi er um lúgu upp á rúmgott geymsluloft.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og fataskápum.
Herbergi II: Herbergið er með parketi á gólfi og fataskáp.
Herbergi III: Herbergið er með parketi á gólfi.
 
Bílskúr: Bílskúr er með rafmagni, heitu- og köldu vatni.  Búið er að gera mjög rúmgott geymsluloft í skúrinn.  Rafdrifin bílskúrshurð.
Læstur geymsluskúr er framanvið húsið, með þiljuðum veggjum, máluðu gólfi og rafmagni.
Lóðin: Lóðin snýr beint í suður og er mjög vel hirt og falleg. Viðarpallur og hellulagnir eru á baklóð og lagnir til að koma fyrir heitum potti.  
 
Eignin hefur fengið gott og stöðugt viðhald
·       Nýir ofnar í þvottahúsi og barnaherbergi 2024
·       Járn og öndunardúkur á þaki var endurnýjað árið 2023, ásamt þakrennum
·       Allt raðhúsið málað að utan 2019
·       Nýtt eldhús og tæki frá 2018

 
Allar nánari upplýsingar veita Guðlaug Jóna lgf. í síma 661-2363 eða gulla@remax.is og Garðar Hólm lgf. í sima 899-8811 eða gardar@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/06/200737.400.000 kr.53.500.000 kr.224.6 m2238.201 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1992
32 m2
Fasteignanúmer
2069689
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.860.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Holtsbúð 21
Opið hús:11. feb. kl 17:00-18:00
Skoða eignina Holtsbúð 21
Holtsbúð 21
210 Garðabær
166.3 m2
Raðhús
624
824 þ.kr./m2
137.000.000 kr.
Skoða eignina Bæjargil 61
Opið hús:13. feb. kl 17:45-18:15
Skoða eignina Bæjargil 61
Bæjargil 61
210 Garðabær
209.2 m2
Einbýlishús
724
755 þ.kr./m2
158.000.000 kr.
Skoða eignina Holtsvegur 41 Þakíbúð
Bílskúr
Holtsvegur 41 Þakíbúð
210 Garðabær
187 m2
Fjölbýlishús
423
780 þ.kr./m2
145.900.000 kr.
Skoða eignina Smyrilshlíð 7
Bílastæði
Opið hús:12. feb. kl 16:30-17:00
Skoða eignina Smyrilshlíð 7
Smyrilshlíð 7
102 Reykjavík
200.8 m2
Fjölbýlishús
322
747 þ.kr./m2
149.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin