Fasteignaleitin
Skráð 23. okt. 2024
Deila eign
Deila

Auðbrekka 36

HæðHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
99.6 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
67.500.000 kr.
Fermetraverð
677.711 kr./m2
Fasteignamat
65.450.000 kr.
Brunabótamat
45.800.000 kr.
Mynd af Ólafur H. Guðgeirsson
Ólafur H. Guðgeirsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1963
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2232266
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Ástand ekki vitað
Frárennslislagnir
Ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
Ástand ekki vitað
Þak
Ástand ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
35,93
Upphitun
Ofnar, ástand ekki vitað
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Gler íbúðarinnar þarfnast endurnýjunar að miklu leiti, gluggar að hluta til. Útidyr, bæði bæði aðaldyr og bakdyr, þurfa viðhald.
Sérlega vel skipulögð 99,6 fermetra efri hæð í þríbýlishúsi við Auðbrekku í Kópavogi, teiknað af Sigvalda Thordarsyni. Frábær staðsetning. Hæðin sjálf er 94,4 fermetrar en geymsla í kjallara er 5,2 fermetrar en eignin er sögð þriggja til fjögra herbergja samkvæmt eignaskiptasamningi. Svefnherbergin eru samkvæmt upprunalegri teikningu tvö, stofa er mjög rúmgóð og björt, eldhús með stórri innréttingu og borðkrók. Bílastæði við húsið. Í dag eru fjögur svefnherbergi eigninni sem er í útleigu, en auðvelt er að taka niður veggi og breyta eigninni aftur samkvæmt upprunalegri teikningu. Fasteigamat eignarinnar er 65,4 milljónir.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is sem einnig sýnir eignina. Til að undirbúa kauptilboð þá er skynsamlegt að fá söluverðmat á þinni eign, þér að kostnaðarlausu. Hringið og ræðið málið í síma 663-2508.


Húsið lítur ágætlega út að utan og hefur að sögn eigenda fengið ágætt viðhald. Gengið er inn í stigagang þaðan sem er inngangur í allar íbúðir hússins. Stigagangur er bjartur og snyrtilegur.
Þegar komið er inn í íbúðina tekur við rúmgott hol eða gangur, þar sem tvo svefnherbergi og baðherbergi eru til vinstri, eldhús til hægri og opið til stofu beint framundan. Við enda stofu á móti inngangi er stór og bjartur gluggi. Til hægri í stofu hefur verið settur upp veggur sem skiptir hluta stofunnar í tvö herbergi, þannig að í dag eru í íbúðinni fjögur rúmgóð herbergi og frekar lítil stofa. Eldhús er rúmgott, með stórum gluggum í tvær áttir, stórri innréttingu með góðu vinnu- og skápaplássi, og borðkrók við glugga. Baðherbergið er uppgert og lítur mjög vel út. Á baðgólfi eru flísar, dúkur á eldhúsi og parket á flestum öðrum rýmum íbúðarinnar.

Eignin er í útleigu og gefur ágætar tekjur.
 
Vel hönnuð eign sem býður uppá ýmsa möguleika. Góð staðsetning.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/03/201940.250.000 kr.35.900.000 kr.99.6 m2360.441 kr.
24/05/201731.200.000 kr.34.500.000 kr.99.6 m2346.385 kr.
27/01/201627.400.000 kr.23.400.000 kr.99.6 m2234.939 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lundarbrekka 10
Opið hús:26. nóv. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Lundarbrekka 10
Lundarbrekka 10
200 Kópavogur
92.7 m2
Fjölbýlishús
413
743 þ.kr./m2
68.900.000 kr.
Skoða eignina Borgarholtsbraut 49
Borgarholtsbraut 49
200 Kópavogur
79.7 m2
Fjölbýlishús
312
872 þ.kr./m2
69.500.000 kr.
Skoða eignina Fannborg 5
Opið hús:25. nóv. kl 18:30-19:00
Eldhús
Skoða eignina Fannborg 5
Fannborg 5
200 Kópavogur
109 m2
Fjölbýlishús
312
594 þ.kr./m2
64.700.000 kr.
Skoða eignina Bakkabraut 7D
Skoða eignina Bakkabraut 7D
Bakkabraut 7D
200 Kópavogur
116.6 m2
Hæð
312
599 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin