RE/MAX / Brynjar Ingólfsson kynnir: Glæsileg, nýuppgerð 2ja herbergja íbúð á efstu hæð ásamt bílskúr.
- Allt innbú fylgir með (nýtt)
- Baðherbergi endurnýjað haust 2024
- Eldhús endurnýjað haust 2024
- Gólfefni og innihurðir haust 2024
- Möguleiki á leigutekjum
SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉR Nánari lýsing:Komið er inn í
anddyri með innskoti fyrir fataskáp. Parket á gólfi.
Stofa er björt með suðvestursvölum.
Eldhús er með nýrri innréttingu og tækjum. Innbyggður ísskápur með frysti, uppþvottavél, bakaraofn, helluborð og vifta. Flísar á milli skápa. Viðarrimlar á vegg í eldhúsi.
Svefnherbergi er með nýjum fataskáp, parket á gólfi og viðarrimlum við gafl rúmsins.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Stór walk in sturta, handklæðaofn, upphengt klósett og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjólageymsla er í sameign ásamt sameiginlegu þvottahúsi.
Í kjallara er geymsla sem er 9,5 m².
Bílskúr er skráður 23,7 m². Rafmagn, kalt vatn, bílskúrslengjan er upphituð með affallsvatni blokkarinnar.
Mjög góð staðsetning öll þjónusta í þægilegu göngufæri og einnig góðar gönguleiðir m.a niður að tjörn. Örstutt er í stórmarkaði, bakarí og fjölbreytta þjónustu í nágrenninu. Stutt er út á stofnbraut.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is