Fasteignasalan TORG KYNNIR:
Samþykkt stúdíó íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í litlu fjölbýli í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er skráð 30,8 fm og þar af er geymsla í sameign 5,6 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, svefnherbergi/stofa og baðherbergi. Eldhús og svefnrými eru aðskilin. Sameiginlegt þvottahús er í sameign og sérgeymsla í kjallara.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.is.NÁNARI LÝSING: Sérinngangur íbúðar er úr garði bakatil, við stóran sameiginlegan pall til suðurs og gengið er upp nokkrar tröppur. Húsið er forskalað timburhús.
Komið er inn í parketlagða forstofu og þaðan inn í eldhúsið. Úr eldhúsi er gengið til svefnherbergis og baðherbergis.
Eldhús og svefnrými eru aðskilin.
Eldhús: Hvít innrétting með borðplötu með timburáferð. Ísskápur og innbyggð uppþvottavél í innréttingu og fylgir með kaupum. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi/Stofa: Með stórum norður glugga og plastparket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og innréttingu við vask ásamt speglaskápi.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er í kjallara í sameign. Þvottavél í þvottahúsi getur fylgt með kaupum.
Geymsla: Sérgeymsla í kjallara, 5,6 fm.
Garður: Stór sameiginlegur suður garður með sameiginlegum viðar palli. Hiti er í stétt að tröppum.
Viðhald: Íbúðin var mikið endurnýjuð ca. 2006 af fyrri eigendum og eldhús endurnýjað 2022 af fyrri eiganda. Þak var endurnýjað að hluta 2015. Húsið er að ná 100 ára aldri og hlýtur þá friðun, sjá nánar www.minjastofnun.is
Virkilega vel skipulögð stúdíó íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Frábær fyrstu kaup eða fjárfesting til útleigu. Stutt í alla helstu þjónustu í miðbæ Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.is.Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.700.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.