Erling Proppé & Remax kynna: Falleg og vel skipulögð 5 herbergja sérhæð með 42 fm verönd og bílskúr á sérlega góðri staðsetningu við Háteigsveg 10, 105 Reykjavík.
Allar frekari upplýsingar: Erling Proppé lgf. // 690-1300 // erling@remax.is
-//- Stór hæð á einstaklega góðum stað við Háteigsveg.
-//- 42 fm verönd með útgengi frá hjónaherbergi og eldhúsi, einnig suður svalir úr stofu
-//- Sérinngangur
-//- BílskúrSamkvæmt skráningu FMR er eignin 181,9 fm, þar af er íbúð 151,2 fm, bílskúr 22,6 fm & geymsla í sameign 8,1 fm
Sérinngangur er í eignina og skiptist hún í 4 svefnherbergi, tvær stofur, eldhús, baðherbergi, gestasnyrtingu, hol, svefnherbergisgang, sérgeymslu á jarðhæð og sameiginlegt þvottahús.Lýsing eignar:Forstofa: Fallegur panell á veggjum, flísar á gólfum.
Herbergi I: Er inn af forstofu parketlagt, með innbyggðum hillum, hér er möguleiki á að opna inn í stofur.
Gestasnyrting: inn af forstofu með flísum á gólfi, handlaug og wc.
Hol: Er parketlagt, rúmgott með fatahengi.
Eldhús: Er bjart með góðum borðkrók, upprunalegar innréttingar með tengi fyrir uppþvottavél, nýleg Smeg eldavél með span hellum og tveim bakaraofnum, gufugleypir. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp við hlið ræstiskáps. Úr eldhúsi er opið inn í borðstofu. Á eldhúsgólfi og borðrkóki er korkur á gólfum. Útgengi úr eldhúsi út á stóra 42 fermetra verönd frá borðkróki. Verönd er nýlega flotuð.
Samliggjandi stofa og borðstofa: gengið frá holi um fallega tvöfalda hurð með gleri, stórar og bjartar stofur með rennihurð/skilrúmi á milli og útgengi út á suðursvalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergisgangur: Er parketlagður með fataskápum á heilum vegg.
Baðherbergi: Er með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, salerni og baðkar með sturtu.
Herbergi II: Er parketlagt og rúmgott með fataskáp.
Herbergi III: Er parketlagt.
Hjónaherbergi: Er rúmgott, parketlagt með fataskáp á heilum vegg og útgengt á verönd.
Bílskúr: með rafmagni.
Geymsla: Er í sameign
Þvottahús: Sameiginlegt í sameign.
Lóðin, sem er 752,0 fermetrar að stærð, er gróin og sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins. Á framlóð er tröppur upphitaðar ásamt hellulögðum stíg, baklóð er með tyrfðri flöt og trjárgróðri.
Staðstetning eignarinnar er virkilega góð miðsvæðis í Reykjavík þaðan sem stutt er m.a. í Klambratún & Kjarvalstaði, grunnskóla, menntaskóla, Sundhöllina, miðbæinn ásamt verslun og þjónustu. Vegna mikilla umsvifa á fasteignamarkaðinum óska ég eftir öllum eignum á skrá, vönduð vinnubrögð og frítt skuldbindingarlaust verðmat - Smelltu hér !
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Erling Proppé lgf // 690-1300 // erling@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignin er seld í því ástandi sem hún er og því bendum við væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun, fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.