Fasteignaleitin
Skráð 16. júlí 2025
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Dona Pepa

ParhúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
130 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
46.400.000 kr.
Fermetraverð
356.923 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Garður
Bílastæði
Sérinng.
Fasteignanúmer
101080725
Húsgerð
Parhús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
Nýlegt
Raflagnir
Nýlegt
Frárennslislagnir
Nýlegt
Gluggar / Gler
Nýlegt
Þak
Nýlegt
Svalir
Verönd, svalir og þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEGT PARHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM.*SÉR GARÐUR OG SÉR ÞAKVERÖND*  *STÓRT SAMEIGINLEGT ÚTISVÆÐI OG SUNDLAUG* *VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR Í GÖNGUFÆRI* *BÍLASTÆÐI INNI Á LOKAÐRI LÓÐ*-*FULLBÚIN  HÚSGÖGNUM OG HÚSBÚNAÐI*

Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. sími 00354 893 2495, adalheidur@spanareignir.is 
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, sími 0034 615 112 869, berta@spanareignir.is

Glæsilegt og vandað parhús með góðri verönd og flísalögðum sér garði, svölum og sér þakverönd. Húsið var byggt 2019 og er eignin í mjög góðu ástandi og selst fulbúin húsgögnum og húsbúnaði, rafmagnstækjum og öllu sem þarf til að flytja beint inn og byrja að njóta frá fyrsta degi.
Húsið er 100 fm ásamt 30 fm. þakverönd og ca. 90 fm. sér garði. Á neðri hæð er eldhús og borðstofa í rúmgóðu opnu rými, vel tengt eldhúsinu. Auk þess gestasnyrting. Á efri hæðinni eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Útgengi út á verönd frá stofu. Þakverönd með góðu útsýni og frábærri aðstöðu.
Gott aðgengi er í sameiginlegan sundlaugargarð, sem er beint fyrir framan og er sérlega fallegur með góðri aðstöðu.
Sér bílastæði inni á lokaðri lóð.


Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Komið er inn í forstofu. Þaðan er gengið inn í opið rými þar sem eldhús er opið við stofu og borðstofu. Gestasnyrting. Gengið út á svalir frá stofu.
Efri hæð.
Tvö svefnherbergi  með góðu skápaplássi og tvö baðherbergi með sturtu. Svalir út frá svefnherbergi og auk þess rúmgóðar þaksvalir.

Húsinu fylgir túrista leyfi, þannig að hægt er að leigja það  út bæði í skammtímaleigu og langtímaleigu og er því um að ræða góða fjárfestingu.

Húsið er fullbúið vönduðum húsgögnum og húsbúnaði ásamt útihúsgögnum og fylgir allt með.
Fullbúið eldhús með tækjum.
Skápar í svefnherbergjum.
Fullfrágengið innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun. 
Hiti í gólfum á baðherbergjum.
Inni og útilýsing.
Bílastæði inni á lokaðri lóð.

Vandaður og fallegur, vel hirtur lokaður sundlaugargarður með góðri sameiginlegri sólbaðsaðstöðu.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d. La Marquesa og La Finca. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin, Vistabella og Las Colinas.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Guardamar og ca. 20 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Um 30-40 mín. akstursleið frá flugvellinum í Alicante.
Göngufæri við heilsugæslustöð, matvöruverslanir, góða veitingastaði og miðbæ Ciudad Quesada.

Hér er um að ræða mjög góða eign í topp standi á frábæru verði á hinu vinsæla Dona Pepa svæði í Quesada/Rojales.
Einstakt tækifæri fyrir fólk sem kann og vill njóta lífsins í fallegu umhverfi.

Verð aðeins 320.000 evrur  (ISK 46.400.000 + kostn. við kaupin,  gengi 1Evra=145ISK)
 
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.

Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: sér garður, sameiginlegur sundlaugargarður, þakverönd, air con, húsgögn, bílastæði,
Svæði: Costa Blanca, Dona Pepa, Ciudad Quesada,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
101080725

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Spánn - Costa Blanca
101 m2
Fjölbýlishús
423
444 þ.kr./m2
44.800.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Montesinos
SPÁNAREIGNIR - Los Montesinos
Spánn - Costa Blanca
90 m2
Einbýlishús
423
517 þ.kr./m2
46.500.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Spánn - Costa Blanca
92 m2
Fjölbýlishús
423
524 þ.kr./m2
48.200.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Los Alcazares
Spánn - Costa Blanca
131 m2
Fjölbýlishús
423
340 þ.kr./m2
44.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin