Fasteignaleitin
Skráð 1. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Lágaleiti 11

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-103
110 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
94.900.000 kr.
Fermetraverð
862.727 kr./m2
Fasteignamat
85.750.000 kr.
Brunabótamat
76.050.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Bílastæði
Fasteignanúmer
2368897
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
5
Vatnslagnir
Upprunalegt, hús byggt 2020
Raflagnir
Upprunalegt, hús byggt 2020
Frárennslislagnir
Upprunalegt, hús byggt 2020
Gluggar / Gler
Upprunalegir, hús byggt 2020
Þak
Upprunalegt, hús byggt 2020
Svalir
Tveir sérafnotafletir
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Betri Stofan Fasteignasala Hreiðar Levý og Guðbjörg lögg. fasteignasalar kynna fallega, vel skipulagða og bjarta 4ja herbergja, 110fm endaíbúð á jarðhæð með tveimur sérafnotareitum ásamt sérmerktu bílastæði í lokuðum upphituðum bílakjallara í nýlegu lyftuhúsi að Lágaleiti 11, 103 Reykjavík. Húsið er byggt árið 2020 og er teiknað af Arkþing Nordic arkitektastofu. Burðarvirki húsanna er staðsteypt og eru útveggir einangraðir með steinull að utan. Húsið klætt með sléttri álklæðningu. Fallegur og snyrtilegur inngarður með leiksvæði, göngustígum ásamt opinni hjóla og vagnageymslu. Gangstígar eru með snjóbræðslu ásamt svæðum við innganga.

Íbúðin er afar björt og rúmgóð með stórum fallegum gólfsíðum gluggum, gólfhita og aukinni lofthæð. Skipulag er mjög gott á íbúðinni með góðu flæði milli eldhúss og stofu, 3 rúmgóðum svefnherbergi, góðu anddyri með skápum, baðherbergi ásamt sér þvottaherbergi með opnanlegum glugga. Gengið er út á sérafnotafleti eignar annarsvegar úr stofu og hinsvegar úr hjónaherbergi. Sérgeymsla er í kjallara ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu. Sérmerkt bílastæði í bílakjallara er mjög vel staðsett. Búið að leggja fyrir rafmagni til að setja upp rafmagnshleðslustöð. Möguleiki er að stækka stofu á kostnað svefnherbergis innaf stofu, léttur hlaðin veggur.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021, hreidar@fastm.is eða Guðbjörgu, lögg. fasteignasala í síma 899-5533, gudbjorg@betristofan.is

Fasteignamat eignar verður 93.350.000kr árið 2026 skv. HMS.

Staðsetning:
Efstaleitið er í sannkölluðu miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar- og þjónustukjarna borgarinnar og falleg útivistarsvæði. Garðurinn er gróðursæll og skjólsæll með reiðhjólaskýlum, leiksvæði og hreyfistöð. Veitingastaðurinn Yndisauki er staðsettur á jarðhæð við Efstaleiti 25 með skemmtilegu útisvæði í inngarðinum. Efstaleitið er nútímalegt íbúðahverfi á einum besta stað í borginni með alla helstu verslun og þjónustu í næsta nágrenni, s.s Kringluna, Borgarleikhúsið, Borgarbókasafnið, Heislugæslu, Yndisauka, verslunarmiðstöðina Austurver þar sem má ma. finna Krónuna, Bakarameistarann og Læknavaktina. Svona mætti lengi áfram telja. Þá er leik- grunn- & menntaskóli í nokkra mínútna göngufjarlægð.

- Rut Káradóttur innanhússarkitekt sá um litaval og samsetningu innréttinga sem eru hannaðar af GKS og smíðaðar af Nobilia í Þýskalandi.
- Vandaðar flísar á baðherbergi og þvottahúsi frá MARAZZI.
- Gólfhiti í stofu rými. Ofnar í herbergjum.
- Aukin lofthæð
- 2 sérafnotafletir
- Ljósleiðari er kominn inn í íbúðina.
- Búið að leggja fyrir uppsetningu á hleðslukerfi fyrir rafbíla. Notkun og þjónustugjald er innheimt með húsgjöldum beint til notenda. Ísorka rekur kerfið.
- Virkt húsfélag í umsjón Eignaumsjón. Hússjóður stendur vel.


Nánari lýsing:
Anddyri: Rúmgott með innbyggðum þreföldum skáp. Gólfhiti
Stofa: Rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum til suðurs og vesturs. Góð tenging við eldhús. Útgengt út á hellulagðan sérafnotaflöt til vesturs, nær sól frá suðri, vestri og norðri. Gólfhiti.
Sérafnotaflötur I: Útgengt úr stofu. Hellulögð. Möguleiki á að setja sílender með lyklaaðgengi að utanverðu og nota þá sem "sérinngang" beint frá bílaplani / garði.
Eldhús: Ljós innrétting með efri skápum og neðri skúffum. Innbyggður ofn í innréttingu, vaskur, span helluborð ásamt innbyggðum gufugleypi fyrir ofan helluborð. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Góð tenging við stofu. Gólfhiti.
Herbergjagangur: Tengir saman stofu, anddyri, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Gólfhiti.
Svefnherbergi I: Innaf stofu í suðurenda íbúðar. Gott barnaherbergi. Einnig möguleiki á að opna og stækka þannig stofu. Léttur veggur (Hlaðin)
Svefnherbergi II: Rúmgott með góðu skápaplássi. Útgengt út á viðarverönd.
Sérafnotaflötur II: Viðarverönd inn í garð, rásað lerki.
Svefnherbergi III: Gott barnaherbergi með fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með opinni sturtu með gólfhalla og Glervegg. Upphengt klósett, handklæðaofn, baðinnrétting með skúffum, vask og speglaskáp fyrir ofan vask.
Þvottaherbergi: Innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og skáp fyrir ofan. Neðri skápur með innfeldum vask. Útdraganlegt þvottahengi. Opnanlegur gluggi.

Gólfefni: Vandað gegnheilt eikarparket frá Ebson á öllum gólfum að undanskyldu baðherbergi og þvottahúsi. Gólfhiti í stofu, eldhúsi, anddyri og herbergjagangi.

Geymsla: Í sameign í kjallara, rúmgóð.
Bílastæði: Sérmerkt bílastæði í upphituðum bílakjallara. Búið að leggja fyrir rafmagni fyrir uppsetningu á rafmagnshleðslustöð. Mjög vel staðsett.
Sameign: Öll hin snyrtilegasta.

Lóð: Á lóðunum við Efstaleiti, Lágaleiti og Vörðuleiti er byggðinni skipt upp í tvo meginreiti. Þar mynda misháar íbúðabyggingar hring um skjólsæla garða, útivistar- og leiksvæði. Við hönnun íbúðahverfisins var unnið markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr yrði ásýnd stakstæðra húsa. Sameiginleg bílastæði eru á milli reitanna og í kringum húsin. Fallegur og snyrtilegur inngarður með leiksvæði, göngustígum ásamt opinni hjóla og vagnageymslu. Gangstígar eru með snjóbræðslu ásamt svæðum við innganga.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg, lögg. fasteignasali í síma 899-5533, gudbjorg@betristofan.is eða Hreiðar Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021, hreidar@fastm.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/11/202053.200.000 kr.66.900.000 kr.110 m2608.181 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2020
Fasteignanúmer
2368897
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B0
Númer eignar
2
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sandavað 5
Bílastæði
Opið hús:06. ágúst kl 17:30-18:00
Skoða eignina Sandavað 5
Sandavað 5
110 Reykjavík
122.3 m2
Fjölbýlishús
514
768 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Skoða eignina Klapparstígur 28
Opið hús:06. ágúst kl 12:00-12:30
Klapparstígur 28
101 Reykjavík
100.7 m2
Fjölbýlishús
322
913 þ.kr./m2
91.900.000 kr.
Skoða eignina Grandavegur 42F
Opið hús:06. ágúst kl 17:00-17:45
IMG_7712.JPG
Skoða eignina Grandavegur 42F
Grandavegur 42F
107 Reykjavík
110.6 m2
Fjölbýlishús
322
895 þ.kr./m2
99.000.000 kr.
Skoða eignina Grenimelur 35
Opið hús:06. ágúst kl 17:00-17:30
Skoða eignina Grenimelur 35
Grenimelur 35
107 Reykjavík
97.4 m2
Fjölbýlishús
413
974 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin