Fallegt parhús á eftirsóttum stað við Hávallagötu í gamla Vesturbænum. Eignin er 185,4 fm á þremur hæðum.
Húsið er upprunalegt en hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Hellulagt bílastæði á lóð með hitalögn. Möguleiki að útbúa aukaíbúð með sérinngangi í kjallara.
SÆKTU SÖLUYFIRLIT HÉRNánir upplýsingar veitir Auðun Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 894-1976 / audun@trausti.is Lýsing eignar: Forstofa: Flísar á gólfi, innangengt fatahengi.
Salerni: Salerni og vaskur, dúkur á gólfi.
Eldhús:L-laga innrétting.Efri og neðri skápar. Tengi fyrir uppþvottvél.
Stofur: Tvær bjartar samliggjandi stofur með fallegu gegnheilu parketi á gólfi.
Efri hæð: gengið upp steyptan teppalagðan stiga á efri hæðina. Einstaklega fallegt tréverk og handrið.
Herbergi 1: Rúmgott með stórum fataskáp. Útgengt út á svalir. Dúkur á gólfi.
Herbergi 2: Dúkur á gólfi
Herbergi 3: Mjög rúmgott. Var áður tvö herbergi. Útgengt út á svalir. Teppi á gólfi.
Baðherbergi: Baðker. salerni og vaskur, dúkur á gólfi.
Kjallari: af gangi 1.hæðar er gengið niður í kjallarann. Af stigapalli á leið niður er hurð út í garð.
Herbergi 4: mjög rúmgott herbergi, teppi á gólfi
Herbergi 5: Herbergi með teppí á gólfi
Salerni: Lítið salerni með klósetti og vaski.
Geymsla: Ágæt geymsla, inn af henni er köld geymsla undir úti tröppum.
Þvottahús/lagnarými: Tvö aðliggjandi herbergi, annað með lagnagrindinni. Flísar á gólfi.
Rúmgott bílastæði á lóð með hita. Lóðin er gróin og falleg og er stór sólpallur efst upp í lóðinni á bak við húsið.
Athygli er vakin á þvi að um er að ræða dánarbú. Seljendur þekkja ekki ástand eignarinnar og geta aðeins staðfest upplýsingar sem koma fram á söluyfirliti eða við almenna skoðun. Eignin selst í því ástandi sem hún er í og er væntanlegum kaupendum því bent á að skoða eignina með það í huga
Nánir upplýsingar veitir Auðun Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 894-1976 / audun@trausti.is