Fallegt og vel við haldið einbýlishús á einni hæð með bílskúr á stórri eignarlóð
Virkilega fallegt einbýlishús á einni hæð með bílskúr við Reykjaveg í Mosfellsbæ. Húsið stendur á 1.338 fm eignarlóð með sér innkeyrslu og nægum bílastæðum. Á lóðinni er einnig 12 fm áhaldahús.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum þremur árum og býður upp á björt, rúmgóð og vel skipulögð rými með góðu flæði milli stofu, borðstofu og eldhúss.Nánari upplýsingar má fá hjá fasteigansala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.isNánari lýsing:Anddyri: Komið er inn í flísalagt anddyri þar sem er skot sem nýtist sem fatahengi eða fyrir fataskáp.
Forstofuherbergi: Herbergi við anddyri með harðparketi á gólfi.
Gestasnyrting: Við anddyri, flísalögð gólf og veggir.
Hol: Stórt og bjart hol sem tengir saman helstu rými hússins.
Stofa og borðstofa:Rúmgóð og björt stofa með harðparketi á gólfi. Frá borðstofuhluta er útgengt á suður verönd með glæsilegu útsýni. Áður voru svefnherbergi þar sem borðstofan er í dag og er möguleiki að breyta því í fyrrahorf.
Eldhús: Vel skipulagt eldhús með góðri innréttingu og eyju með gashelluborði. Tengi fyrir uppþvottavél og góður borðkrókur.
Þvottahús: Með hvítri innréttingu, flísum á gólfi og útgengi að framanverðu.
Baðherbergi: Endurnýjað baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, upphengdri salernisskál, sturtu með gler skilrúmi og snyrtilegri innréttingu með glerhandlaug.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi sem áður var barnaherbergi. Hægt er að breyta því aftur ef þörf er á.
Bílskúr: Bílskúr er skráður 35,7 fm og búinn bæði heitu og köldu vatni, rafmagni og hitaveitugrind sem var endurnýjuð 2019.
Utanhúss og lóð: Stór og falleg lóð umlykur húsið. Þar er bjálkaáhaldahús með flotuðu gólfi og rafmagnskyndingu, viðarverönd með húsi yfir grillið, heitur pottur og fiskikar sem nýtist sem kaldur pottur. Þak og þakskegg voru máluð sumarið 2024.
Samantekt:
Á teikningu eru fjögur svefnherbergi en í dag eru einungis tvö svefnherbergi. Auðvelt er að bæta þessum herbergjum við aftur.Fallegt einbýlishús á stórri eignarlóð sem bíður upp á mikla möguleika.