** HÉR GETUR ÞÚ BÓKAÐ SKOÐUN Á EIGNINA** Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna:Nýleg, vönduð og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð með 2 stæðum í bílageymslu. Eignin er á annarri hæð merkt 202 í góðu fjölbýli með lyftu í Vogabyggð. Grunnlögn fyrir hleðslustöðvar er í báðum bílastæðum eignarinnar og er innangengt í lyftuhús úr bílakjallara.
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 115,5 fm sem skiptist í íbúðarrými 103,9 fm, geymslu 11,6 fm. Auk þess eru svalir 6,2 fm.
** Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 92.300.000.-**
SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT sent til þín samstundis
– 2 sérmerkt bílastæði í upphituðum bílakjallara með grunnlögnum fyrir hleðslustöð
– Nýlegt parket frá BYKO - 2025, falleg hönnun og sérsmíðaðar lausnir
– 3 rúmgóð svefnherbergi og tvö smekklega hönnuð baðherbergi
– Rúmgóðar svalir og opið, bjart alrými
– Stutt í náttúru, hafið, göngu- og hjólastíga
– Sérsaumaðar gardínur frá Álnabæ (2025) myrkvunargardínur í öllum herbergjum - Hör í stofu-borðstofuSMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - Með húsgögnumSMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D - ÁN húsgagnaSúðarvogur 3 - Byggt af ÞG Verk er steinsteypt hús, útveggir einangraðir að utan, klæddir með báru-álklæðningum eða sléttum-álklæðningum sem tryggir lágmarks viðhald húsanna. Gluggar eru ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri. Innveggir aðrir en steyptir eru úr hleðslusteini.
Innan íbúðar eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, rúmgott eldhús, opið samliggjandi stofu- og borðstofurými, anddyri/forstofa og þvottahús.
Sérgeymsla íbúðar er í kjallara.
Nánari lýsing eignar:Forstofa: Með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Á móts við forstofuna er rúmgott
þvottahús með sérsmíðuðum innréttingum frá Við&Við ehf. og flísum á gólfi.
Eldhús, stofa- og borðstofa eru í opnu björtu rými með stórum gluggum til aust-suð-austurs og útgengi á rúmgóðar 6,2 fm svalir.
í eldhúsinu eru vandaðar innréttingar frá þýska framleiðandanum Nobilia með tækjum frá AEG, innbyggðri uppþvottavél og innbyggðum ísskáp. Ljós eru undir efri skápum og er einstaklega gott geymslupláss innan innréttingar.
Sérsaumaðar ljósar hör gardínur frá Álnabæ eru í stofunni.Baðherbergin eru tvö.
Baðherbergi I er með walk-inn sturtu, handklæðaofni, góðri innréttingu undir og við handlaug með sérsmíðuðum skúffum sem er breyting frá upprunalegri innréttingu íbúðar og var breytingin gerð af Við&Við ehf. Flísar á gólfi og innan sturtu.
Baðherbergi II er innaf hjónaherbergi og er með sturtu, innréttingu undir og við handlaug sem einnig hefur verið breitt frá uppruna sínum og munu seljendur setja hillu hægra megin við handlaug í stíl við innréttingu. Flísar eru á gólfi og innan sturtu.
Svefnherbergin eru þrjú.Herbergi I er hjónaherbergið sem er einstaklega rúmgott með góðum fataskápum og partke á gólfi.
Herbergi II og III eru bæði rúmgóð með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Fataskápar eru frá GKS og eru sérsaumaðar myrkvunargardínur frá Álnabæ í öllum herbergjunum, keyptar 2025. Allt parket íbúðar var lagt 2025 og er frá BykoSérgeymsla íbúðar 6,2 fm er í kjallaranum innan sameignar ásamt hjóla-og vagnageymslu. Sameignin er öll hin snyrtilegasta.
Um er að ræða einstaklega fallega og vandaða eign í Vogabyggð sem er einstaklega skjólsæl perla á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við hafið og náttúruna. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa að búa í umhverfi sem býður bæði upp á borgarbrag og í senn sterka tengingu við náttúruna. Hjóla- og göngustígar liggja meðfram ströndinni sem og upp í Elliðaárdal og þá er einnig Laugardalurinn innan seilingar.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. - Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat. Heimasíða RE/MAXGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk