Fasteignaleitin
Skráð 4. sept. 2025
Deila eign
Deila

Hlíðarvegur 43

EinbýlishúsNorðurland/Ólafsfjörður-625
277.9 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
83.500.000 kr.
Fermetraverð
300.468 kr./m2
Fasteignamat
52.200.000 kr.
Brunabótamat
140.150.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1989
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2154071
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegir fyrir utan á norðurhliðinni, þeir eru nýlegir
Þak
Upprunalegt. Í mjög slæmu veðri hefur smitað inn með skorsteini
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita - gólfhiti á baðherbergi og í bílskúr
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Í slæmum veðrum hefur smitað inn með skorsteini. 
Eftir er að ganga frá í kringum glugga í bílskúr. Útfellingar eru á suðurveggnum í bílskúrnum. 
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Hlíðarvegur 43 Ólafsfirði - Vandað 5-6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum og með innbyggðum 46,9 m² bílskúr. 

Heildarstærð eignar er skráð 277,9 m²
Húsið er steypt og með skráð byggingarár 1989.


Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Efri hæð - 176,8 m²: Eldhús, búr, hol, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sólskáli.
Neðri hæð - 54,2 m²: Tvær forstofur, svefnherbergi, þvottahús, snyrting og geymsla.
Bílskúr - 46,9 m²

Forstofurnar eru tvær, báðar með flísum á gólfum og í annarri er stór hvítur fataskápur. Úr forstofunum gengið inn á flísalagt hol og af holinu liggur steyptur og flísalagður stigi upp á efri hæðina. 
Eldhús, vönduð spónlögð eikar innrétting með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi. Rúmgóður borðkrókur með útsýnisglugga út á fjörðinn. Harð parket er á gólfi og mosaík flísar á milli skápa. Eldhústæki eru frá AEG. Innaf eldhúsi er búr með harð parketi á gólfi, spónlagðri eikar innréttingu og opnanlegum glugga. 
Hol á efri hæðinni skiptist í sjónvarpshorn og setustofu. Þar er nýlegt harð parket á gólfi og loft tekin upp. 
Stofa og borðstofa, gengið er niður 4 þrep þegar gengið er inn í rúmgóða stofu og borðstofu með fallegum arin. Þar er hnotu parket á gólfi, loft tekin upp og gluggar til 3ja átta. Hurð er úr stofunni út á timbur verönd. 
Svefnherbergin eru fjögur og möguleiki er að koma fyrir því fimmta þar sem í dag er sjónvarpshorn. Ljóst plast parket er á gólfum í herbergjum á efri hæðinni og harð parket á neðri hæðinni. Spónlagðir eikar fataskápar eru í barnaherbergjum á efri hæðinni og í hjónaherbergi er stór hvítur sprautulakkaður skápur. Úr hjónaherbergi er hurð út í um 28 m² sólskála sem er með heitum potti, rafmagnskynntur.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, spónlögð eikar innrétting, sturta með glerhurðum, upphengt wc og handklæðaofn. Hiti er í gólfi og opnanlegur gluggi. 
Snyrting er á neðri hæðinni með flísum á gólfi og hvítri innréttingu. 
Þvottahús er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og stórum hvítum skápum.  
Geymsla er á neðri hæðinni með flísum á gólfi. Á baklóðinni áfast húsinu er geymsluskúr. 
Bílskúr er skráður 46,9 m² að stærð og þar eru flísar á gólfi, gólfhiti og tvær innkeyrsluhurðar, önnur með rafdrifnum opnara en hin er föst og í henni er gönguhurð. Aukin lofthæð er í bílskúrnum. Hiti er í bílaplani og stétt fyrir framan forstofu. 

Annað
- Garður er virkilega fallegur og gróinn, hellulagðar stéttar og steinhleðslur.
- Loft eru tekin upp á holi, í eldhúsi og stofu og borðstofu. 
- Nýlegir gluggar eru á norðurhlið hússins og í stigauppgöngu.
- Hiti er í gólfi á baðherbergi og í bílskúr. 
- Húsið er að stærstum hluta nýlega málaða að utan. 
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
24/08/201826.750.000 kr.45.000.000 kr.277.9 m2161.928 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1989
46.9 m2
Fasteignanúmer
2154071
Byggingarefni
Steypt
Fasteignamat samtals
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
640
235.3
79,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin