Lögeign fasteignasala kynnir eignina Grundargarð 5, íbúð 201.
Um er að ræða góða 90 m2 þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í góðu fjöleignarhúsi á Húsavík. Eignin hefur mikið endurnýjuð bæði að utan og innan á undanförnum árum.
Nánari lýsing;
Eignin er með forstofu, herbergisgang, tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og baðherbergi.
Baðherbergi var allt endurnýjað á smekklegan hátt árið 2015. Voru þá settar nýjar flísar á gólf og tvo veggi, upphengt salerni, baðkar með sturtuskilrúmi, handklæðaofn og innrétting. Tengi er fyrir þvottavél á baðherberginu.
Herbergi eru bæði með nýlegum skáp auk þess sem skápur er í forstofu.
Eldhús var nýlega allt endurnýjað og var þá sett hvít IKEA innrétting með dökkri borðplötu, vaski og blöndunartækjum. Borðplata var sérpöntuð og er samskeytalaus.
Stofan er stór og er gert ráð fyrir bæði sjónvarpsrými og borðstofu. Úr stofunni er hægt að ganga út á svalir sem snúa til vesturs.
Gólefni. Nýlegt harðparket er á allri íbúðinni frá Birgisson fyrir utan á baðherbergi en þar eru flísar.
Geymsla sem tilheyrir íbúðinni 6,5 m2 og er hún staðsett í kjallara en þar er einnig sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og þurrkherbergi.
Aðgengi að eigninni er gott en gengið er að húsinu austan megin frá stóru malbikuðu bílastæði. Flísar eru við inngang en gólf í sameign er að öðru leyti teppalagt. Stór grasföt er bæði vestan og austan megin við húsið.
Endurbætur að innan. Flestar gerðar árið 2020.
- Skip um allt gólfefni árið 2020, og var þá undirlag bætt og harðparket frá Birgisson sett á alla íbúð fyrir utan baðherbergi.
- Skip um allar hurðir nema inngangshurð. Hurðir frá Birgisson og fellilisti inn á baðherbergi, til að takamarka hljóð frá þvottavél sem er á baðherbergi.
- Milliveggur tekin niður í stofu, sem bætir birtu og rýmið nýtist betur.
- Allt rafmagn endurnýjað, og samhliða var tafla yfirfarin og skipt um alla tengla og rofa. Smartenging er á dimmerum (plejd)
- Eldhús endurnýjað að öllu leyti, og þ.á.m. sett ný innrétting.
- Fataskápar endurnýjaðir í báðum baðherbergjum.
- Rúllugardínur frá Vogue í allri íbúðinni.
- Ofnar og kranar á þeim yfirfarið árið 2023
- Baðherbergi endurnýjað að öllu leyti árið 2015.
Endurbætur að utan
- Skipt var um þakkant, rennur, vindskeiðar og niðurföll árið 2010.
- Skipt var um glugga, gler, gluggakistur, útidyrahurðir, svalahandrið árið 2016
- Farið var í múrviðgerðir og húsið allt málað að utan árið 2016
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430 eða í netfanginu hermann@logeign.is eða Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu Hinrik@logeign.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á