Fasteignaleitin
Skráð 4. júlí 2025
Deila eign
Deila

Njálsgata 96

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
105.5 m2
5 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
97.400.000 kr.
Fermetraverð
923.223 kr./m2
Fasteignamat
71.400.000 kr.
Brunabótamat
50.050.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1936
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2010772
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Gluggar / Gler
Í lagi að því best er vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Betri Stofan Fasteignasala og Hreiðar Levý, lögg. fasteignasali kynni góða og vel skipulagða 105,5fm, 4ja herbergja íbúð á 2. hæð með nýlega uppgerða stúdíóíbúð í risi að Njálsgötu 96, 105 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 201-0772 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Íbúðin er afar vel skipulögð með 2 rúmgóðum svefnherbergjum, 2 stórum samliggjandi stofum, eldhúsi, baðherbergi, sér geymslu í kjallara ásamt stúdíóíbúð í risi. Ein íbúð á hverjum palli. Húsið hefur fengið gott viðhald hin síðustu ár þar sem ma. er búið að skipta um rafmagnstöflu í sameign. Dren hefur verið endurnýjað sem og frárennsli. Einnig er búið að skipta um járn og pappa á þaki fyrir ca. 5 árum. Sameign er sérlega snyrtileg, nýlega búið að flísaleggja gólf í kjallara og skipta um allar hurðar. Sameiginlegur hellulagður garður til suðurs.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý, lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is

Stúdíóíbúð var standsett fyrir tæpum 3 árum með nýju gólfefni, eldhúsi og baðherbergi. Í íbúðinni sjálfri er nýlegt harðparket á gólfi og nýlega endurnýjuð eldhúsinnrétting með innbyggðum blástursofni, spanhelluborð, upphengdum háf ásamt uppþvottavél.

Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á síðustu misserin á austari hluta miðbæjarins. Þar ber hæst að nefna Hlemm mathöll og Hlemmtorg sem er langt komið. Þá er stutt gönguferð í útivistarparadísina á Klambratúni og menningarsetrið Kjarvalstaði þar sem hægt er að njóta fjölbreyttra listasýninga ásamt því að setjast niður á Klambrar Bistrø sem býður upp á matseðil sem er innblásinn af
 skandinavískri matarhefð, fjölbreyttu úrvali af kruðeríi og hágæða kaffi. 

Fasteignamat fyrir árið 2026 er skv. HMS 79.150.000kr


Eignin Njálsgata 96 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 201-0772, birt stærð 105.5 fm. Þar af er íbúð merkt. 0201 skráð 83,3fm, geymsla merkt 0004 skráð 0,8fm, stigagangur merktur 0202 skráður 0,3fm og geymsluloft  merkt 0301 skráð 21,1fm (gólflötur 37,5fm).

Nánari lýsing:

Hol: Komið inn í hol af stigagangi. Ein íbúð á palli. Tengir saman öll rými íbúðar. Innbyggt fatahengi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og að hluta á veggjum. Bað með sturtu, handklæðaofn, klósett og lítil baðinnrétting með skúffu, vask og spegli fyrir ofan vask.
Svefnherbergi I: Rúmgott með nýlegum fataskáp með góðu geymsluplássi.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi með innbyggðum tvöföldum fataskáp.
Eldhús: Nýleg innrétting með innbyggðum blástursofni, spanhelluborði, vask og uppþvottavél. Upphengdur háfur fyrir ofan helluborð. Ísskápur getur fylgt með. Möguleiki á að flytja eldhús inn í aðra stofuna og fá þá 3 svefnherbergið.
Stofa: Rúmgóð, opin og björt. Samliggjandi borðstofu. Innbyggðar rennihurðir inn í millivegg á milli stofa. Hægt að loka á milli.
Borðstofa: Rúmgóð, opin og björt. Samliggjandi borðstofu. Innbyggðar rennihurðir inn í millivegg á milli stofa. Hægt að loka á milli.

Stúdíóíbúð (Ris): Standsett og öll uppgerð fyrir tæpum 3 árum. Opið og rúmgott alrými með samliggjandi eldhúsi, stofurými og svefnaðstöðu. Baðherbergi með salerni, vask og baði.

Geymsla: Sér geymsla á sameignargangi í kjallara.
Sameign: Snyrtileg sameign. Sameigileg hjóla- og vagnageymsla og stórt og fínt þvottahús í kjallara. Flísalagt gólf í kjallara. Útgengt út í garð úr kjallara sunnan megin við hús.
Garður: Sameiginlegur hellulagður aflokaður garður til suðurs.

Mjög góð og vel skipulögð 4ja herbergja íbúð með auka stúdíóíbúð í risi á góðum og vinsælum stað í miðbæ Reykjavíkur. Auðvelt að færa eldhús inn í aðra stofuna og fá þannig 4 svefnherbergið. Einnig rennihurð á milli stofa sem lokar á milli. Frábær staðsetning með alla helstu verslun og þjónustu við dyragættina ásamt miðbæ Reykjavíkur með allt sem hann hefur upp á að bjóða ásamt útivistarparadísina á Klambratúni. Þá eru skólar á öllum stigum í nágrenninu.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Heklureitur - íbúð 212
Bílastæði
Opið hús:06. júlí kl 14:00-14:30
Heklureitur - íbúð 212
105 Reykjavík
95.3 m2
Fjölbýlishús
312
1038 þ.kr./m2
98.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 1 (407)
Skoða eignina Skipholt 1 (407)
Skipholt 1 (407)
105 Reykjavík
103.7 m2
Fjölbýlishús
32
963 þ.kr./m2
99.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 1 (208)
Skoða eignina Skipholt 1 (208)
Skipholt 1 (208)
105 Reykjavík
100.4 m2
Fjölbýlishús
43
955 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 1_307
Skoða eignina Skipholt 1_307
Skipholt 1_307
105 Reykjavík
96 m2
Fjölbýlishús
312
999 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin