
Viltu fasteignir kynna vel skipulagt 220m2 einbýlishús á einni hæð við Furulund 2, 210 Garðabæ.
Hafið samband til að bóka skoðun. Eignin verður eingöngu sýnd í einkasýningum.
Á sölusíðu eignarinnar er hægt að nálgast söluyfirlit ásamt öðrum sölugögnum eignarinnar.
Einnig er hægt að vakta eignina og gera tilboð í hana.
Furulundur 2 er fallegt og vel skipulagt 220m2 einbýlishús á einni hæð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, á frábærum stað í Lundunum í Garðabæ.
4-5 svefnherbergi, tvöfaldur bílskúr sem innréttaður er sem stúdíóíbúð. Húsið stendur á stórri hornlóð með mikla möguleika.
Skv. deiliskipulagi Garðabæjar er bygginareitur lóðar mun stærri en núverandi hús. Það opnar mögueika á t.d. að byggja við húsið.
Húsið er að talsverðu leyti upprunalegt að innan með náttúrusteini (norsk skífa), parketi og kork á gólfum og panelklædd loft.
Húsið er vel um gengið og hefur verið í eigu sama aðila frá byggingu þess. Ytra byrði hússins hefur fengið reglulegt viðhald og nýlega er búið að endurnýja þakklæðningu á öllu húsinu. Húsið er staðsteypt með uppreistu bárujárnsklæddu þaki.
Frábært tækifæri til að eignast gott einbýlishús þar sem er möguleiki að blanda fallegri upprunalegri hönnun saman við nýjustu tískustrauma.
Nánari lýsing:
Forstofa: Að utan er gengið í forstofu með innbyggðu fatahengi. Á vinstri hönd er hægt að ganga í bílskúr og á hægri hönd er gestasnyrting.
Gestasnyrting: Út frá forstofu er nett gestasnyrting með salerni og vaski.
Hol: Úr forstofu er gengið í rúmgótt hol/setustofu þaðan sem gengið er í önnur rými hússins.
Stofa: Gengið er 2 þrep niður í bjarta stofu með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Fallegur svartklæddur arinn skilur að stofu og borðstofu. Frá stofu er hægt að ganga út á hellulagða verönd.
Borðstofa: Bjart og rúmgott rými með stórum gluggum. Aukin lofthæð. Frá borðstofu er hægt að ganga beint i eldhús.
Eldhús: Mjög rúmgott og bjart með vandaðri innréttingu á fjóra vegu ásamt borðkrók við glugga.
Frá holi er gengið inn í svefnálmu hússins:
Hjónaherbergi: Gott hjónaherbergi með fataherbergi innaf. Frá hjónaherbergi er einnig hægt að ganga út á hellulagða verönd
Svefnherbergi 1 , 2 og 3 : Í svefnálmunni eru tvö svefnherbergi auk hjónaherbergis en á upphaflegu teikningunni eru þau þrjú. Búið er að fjarlægja vegg milli tveggja herbergja til að fá stærra herbergi en auðvelt að færa til fyrra horfs. Sjá merkingu á teikningu.
Þvottahús og geymsla: Frá herbergisgangi er gengið í gott þvottahús og geymslu. Góð innrétting með pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Tvöfaldur bílskúr: Í dag nýttur sem íbúðarherbergi en hægt að breyta til baka. Bílskúrinn er um 35m2
Lóð/garður: Húsið stendur nyrst á rúmlega 1.000m2 hornlóð og því mikil tækifæri til að búa til algjöran sælureit til austurs, vesturs og suðurs á lóðinni!
Frábært tækifæri til að eignast einbýli á einni hæð með tvöföldum bílskúr og 4-5 svefnherbergi.
Nánari upplýsingar veitir Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í 845-9000 / heidrekur@viltu.is eða í síma 583-5000 / hvad@viltu.is
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið.
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
210 | 195.3 | 179 | ||
210 | 180.6 | 165 | ||
210 | 195.3 | 179 | ||
210 | 192.8 | 179,9 | ||
210 | 234.4 | 185,9 |