** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja neðri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi á vinsælum stað við Birkiteig 3 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 80,5 m2 og skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvotthús og fallegan sérgarð með sólpalli. Bílastæði við útidyr fylgir eigninni og möguleiki á að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíl. Góð eign á frábærum stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla, vinsælar gönguleiðir og alla helstu þjónustu í miðbæ Mosfellsbæjar. Endurbætur samkvæmt seljanda: Árið 2024 var gert við þakkant. Árið 2023 var skipt um gólfefni á öllu nema baði og forstofu. Ný innrétting, tæki og lýsing á baði. Nýr bakaraofn í eldhúsi. Árið 2019 var rafmagn yfirfarið í íbúð. Gengið frá lóðarmörkum í garð og sett upp hleðsla og skjólgirðing. Ný útiljós. Árið 2017 var byggt hjólaskýli/geymsla í garði.
** Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax **Nánari lýsingForstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Stofa og eldhús eru í opnu rými, með parketi á gólfi og fallegu útsýni. Útgengt er út á sólpall úr stofu. Úr stofu og eldhúsi er fallegt útsýni að Esjunni.
Eldhús er bjart með L-laga brúnni eikarinnréttingu með bakaraofni og viftu. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Flísar eru milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2 er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, góðri innréttingu, baðkari með sturtuaðstöðu, salerni og handklæðaofni.
Þvottahús er með flísum á gólfi, vinnuborði, skolvaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjólaskýli/geymsla er í garði.
Bílastæði við útidyr fylgir eigninni og möguleiki er á að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíl
Verð. kr. 72.900.000,-