Trausti fasteignasala kynnir fallega og bjarta efri sérhæð með 2 auka útleigumöguleikum á einstaklega fallegri eignarlóð á góðum og rólegum stað í Helgafellslandi Mosfellsbæjar að Helgalandi 2. Sér inngangur bakatil og góður pallur þar með heitum potti. Næg bílastæði á lóðinni. Nýlega búið að endurnýja eldhús, baðherbergi, allar raflagnir í íbúð og rafmagnstöflu.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Eignin er skráð samkv. fasteignayfirliti 122,4 fm
Skiptist þannig að aðalíbúð er skráð 80,8 fm, auka stúdíóíbúð á 1. hæð skráð 16 fm og auka studíóíbúð í bílskúr skráð 25,6 fm.
Nánari lýsing:
Anddyri/forstofa er rúmgóð með flísar á gólfi.
Hol/stofa mjög rúmgóð með parket á gólfi.
Borðstofa er mjög rúmgóð með parket á gólfi.
Eldhús er í borðstofu með fallegri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, háf yfir eldavél og mjög góðu skápaplássi.
Svefnherbergi I er rúmgott með mjög góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi III er rúmgott með parket á gólfi.
Baðherbergi er mjög rúmgott með dúk á gólfi, baðkari með sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og góðri innréttingu.
Studioíbúð á 1. hæð.Alrými með eldhúsaðstöðu.
Baðherbergi með sturtu, handklæðaofn og innréttingu.
Gólfhiti í eigninni.
Studioíbúð í bílskúr.Alrými er rúmgott með nýjum gólfefnum, nýju eldhúsi og baðherbergi.
Flísar á gólfi og gólfhiti.
Frábært staðsetning og stutt í útivist og góðar gönguleiðir. Stutt í alla helstu þjónustu, grunn- og leikskóla og íþróttasvæði Aftureldingar.
Nánari upplýsingar um eignina veita Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is og Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is