Fasteignaleitin
Skráð 1. mars 2025
Deila eign
Deila

Rjúpufell 16

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-111
146.5 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
613.652 kr./m2
Fasteignamat
76.300.000 kr.
Brunabótamat
66.990.000 kr.
Mynd af Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1974
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2052845
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Upprunalegt, talið í lagi
Þak
Endurnýjað og nýlega yfirfarið
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Fallegt og vel skipulagt 146,5 fm. raðhús á einni hæð með bílskúr við Rjúpufell 16, 111 Reykjavík. Íbúðarými eignar er 124,7 fm. og skiptist í forstofu, eldhús, sjónvarpshol, stofu og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Stór og fallegur garður með skjólgóðri viðarverönd í suður.  Bílskúr skráður 21,8 fm.  
 
Góð og fjölskylduvæn staðsetning, stutt er í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu. Jafnframt eru fallegar göngu og hjólaleiðir í næsta nágrenni.

KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR


Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð og með fataskápum.
Eldhús er flísalagt, með hvítum innréttingum og flísum á milli skápa. Vifta, helluborð og bökunarofn í vinnuhæð. Stór og bjartur opnanlegur gluggi.
Stofa og borðstofa er í björtu og opnu rými, nýlegt harðparket á gólfum.  Úr stofu er jafnframt útgengt út í garð með verönd sem snýr í hásuður.
Þrjú góð svefnherbergi.  Hjónaherbergi er með fataskápum og með útgengt út á verönd. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf.  Falleg viðarinnrétting með góðu skápaplássi.  Upphengt salerni, baðkar og sturtuklefi.
Þvottahús er flísalagt og með skolvaski.
Garður er gróinn og fallegur og snýr í hásuður.  Geymslukofi í garði.
Bílskúr er með vatn og rafmagni, 21,8 fm. að stærð. Bílstæði íbúðar fyrir framan bílskúr og sameiginleg stæði á lóð.

Aðkoman að húsinu er mjög snyrtileg, hellulögð stétt með gróðri fyrir framan með snjóbræðslu og hellulagðri verönd til norðurs.  Þak var endurnýjað 2009 en nýlega yfirfarið og málað.  Skipt var líka nýlega um þak á bílskúrum.
Nýlegt harðparket frá Agli Árnasyni í opnu rými, borðstofu og stofu. Ofnar nýlega yfirfarnir og skipt var um þá að mestu.

Nánari upplýsingar og óskir um skoðun veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Remax fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.   2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.  3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.   4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1982
21.8 m2
Fasteignanúmer
2052845
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.090.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Gaukshólar 2
Bílskúr
Skoða eignina Gaukshólar 2
Gaukshólar 2
111 Reykjavík
169.8 m2
Fjölbýlishús
522
524 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Arkarvogur 1 - íbúð 204
Bílastæði
Arkarvogur 1 - íbúð 204
104 Reykjavík
109.8 m2
Fjölbýlishús
413
819 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Arkarvogur 1 - íbúð 104
Bílastæði
Arkarvogur 1 - íbúð 104
104 Reykjavík
109.4 m2
Fjölbýlishús
413
822 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Skeljagrandi 3
3D Sýn
Opið hús:19. mars kl 17:00-17:30
Skoða eignina Skeljagrandi 3
Skeljagrandi 3
107 Reykjavík
128.5 m2
Fjölbýlishús
413
698 þ.kr./m2
89.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin