Valborg ehf kynnir eignina: ÁLFTALAND 7 í FOSSVOGI, GLÆSILEG HÆÐ OG RIS. íBÚÐIN VAR ENDURHÖNNUÐ AF RUT KÁRA ÁRIÐ 2020. AUKIN LOFTHÆÐ AÐ HLUTA, TVENNAR SVALIR, ARINSTOFA OG EINSTAKT ÚTSÝNI ÚR ALLRI ÍBÚÐINNI. ÞVOTTAAÐSTAÐA ER INNAN ÍBÚÐAR. ÍBÚÐIN ER NOKKUÐ STÆRRI EN UPPGEFNIR FERMETRAR ÞAR SEM HLUTI ER UNDIR SÚÐ, EN ÞEIR FERMETRAR NÝTAST VEL. EINUNGIS 5 ÍBÚÐIR ERU Í HÚSINU.
EIGNIN VERÐUR SÝND SUNNUDAGINN 26.10. KL. 14:00-16:00 Í EINKASKOÐUN. BÓKIÐ SKOÐUN Á ÞESSU TÍMABILI EF ÞIÐ VILJIÐ SKOÐA EIGNINA.
Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson, í síma 8954000, tölvupóstur elvar@valborgfs.is.
Eignin skiptist í: Forstofu, sjónvarpshol/arinstofu, eldhús, stofu og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymslu.
Nánari lýsing:
Íbúðin gerð fokheld 2020 og allt gólfefni nema flísar á baði er heilviðar Charcoal grey frá Ebson www.ebson.is.
Neðri hæð:
Forstofa: Með sérsmíðuðum fataskáp.
Eldhúsið: Var stækkað og opnað inn í borðstofu, nýleg mjög falleg sérsmíðuð innrétting, mikið skápapláss og gott borðpláss. Stein borðplata frá Rein. Öll heimilistæki tiltölulega nýleg, innbyggður ísskápur. Bakaraofn í vinnuhæð og nýlegt spansuðuhelluborð. Hönnunin hleypir fallegri nátturulegri birtu inn.
Stofan og borðstofan: Eitt rými, björt og opin inn í eldhús að hluta. Aukin lofthæð sem gerir rýmið einstaklega fallegt með útsýni til suðurs. Gengið er út á suðursvalir frá stofu. Einstakt útsýni.
Svefnherbergin: Eru þrjú, tvö á neðri hæð, öll rúmgóð. Útgengi á svalir frá einu þeirra til vesturs.
Baðherbergið: Var stækkað og endurhannað með rúmri sérsmíðaðri innréttingu og efri skápum með lýsingu frá Lumex. Handlaug í stein borðplötu frá Rein, innbyggð sturta, upphengt salerni og gólfhiti. Flísar frá VÍDD eru á gólfi og við sturtu. Sérsmíðuð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi.
Efri hæð:
Arinstofa/sjónvarpsrými: Er að hluta til undir súð með fallegum arni. Af efri hæð er horft niður í stofu og borðstofu.
Rúmgott svefnherbergi eða vinnuherbergi undir súð með fallegu útsýni.
Sérgeymsla er í sameign, skráð 10 fm.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.
Húsgjöld eignarinnar eru um kr. 26.000 kr á mánuði , innifalið í húsgjöldum er almennur rekstur, hiti á íbúð, rafmagn í sameign og húseigendatrygging.
Staðsetning: Eignin er frábærlega staðsett. Það er stutt ganga í útivistarsvæðið í Fossvoginum sjálfum, þar sem eru vinsælar göngu- hjóla og hlaupaleiðir. Skólar og leikskólar eru í öruggri fjarlægð og stutt er að keyra í alla helstu þjónustu.
Samkvæmt fasteignamati ríkissins er neðri hæðin skráð 98fm, efri hæð 28,9fm og geymsla í kjallara skráð 10fm, samtals 136,9 fm, ásamt sameignarrými í kjallara, þvottahús o.fl
Endurbætur síðustu ára að sögn seljanda
Breytt herbergjaskipan og stækkað baðherbergi.
Skipt hefur verið um flesta ofna.
Allir veggir endursparslaðir (eftir hraunmálningu) og málaðir
Svalir endurmúraðar
Skipt um allt rafmagn, ný tafla og lagt fyrir nýjum tenglum og neti, lagt fyrir sjónvarpi í öllum rýmum, dimmer á öllum ljósum
Skipt um dyrasíma og lagt fyrir nýrri tegund síma uppi og niðri
Endurnýjaðir gluggar á vesturhlið.
Eldhúsi breytt og opnað inn í stofu (bil er fyrir rennihurð)
Eldhús endurnýjað, steinn á borði, nýleg uppþvottavél, nýlegt spansuðuborð.
Skipt um handrið á millihæð
Skápur í anddyri tvöfaldaður með framlengingu veggs
Þvottavélatengi lögð á baðherbergi
Baðherbergi allt endurnýjað, hiti í gólf og steinn á borði
Eignin Álftaland 7 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-6629, birt stærð 136.9 fm.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.