Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Grenilundur 25 - Vel skipulögð og vel staðsett 4ra herbergja parhúsaíbúð með bílskúr á Brekkunni - stærð 161,2 m²
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, þvottahús og bílskúr. Geymsluloft er yfir hluta bílskúrs og íbúðarrými.
Forstofa er með flísum á gólfi og skáp með rennihurðum. Innfelld lýsing er í lofti.
Eldhús, hvít sprautulökkuð innrétting með grárri bekkplötu og flísum á milli skápa. Stæði er í innréttingu fyrir ísskáp og uppþvottavél.
Stofa og eldhús eru í opnu rými þar sem planka parket er á gólfi, gluggar til tveggja átta og innfelld lýsing í lofti. Útgengt er bæði úr stofu og eldhúsi út á timbur verönd.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með planka parketi á gólfi og fataskápum. Infelld lýsing er í hjónaherberginu. Stærð herbergja er skv. teikningum 11,1 , 11,8 og 15,0 m².
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, hvít sprautulökkuð innrétting með viðarbekkplötu, upphengt wc, handklæðaofn og baðkar með sturtutækjum.
Snyrting er inn af þvottahúsinu með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, hillum, upphengdu wc og opnanlegum glugga.
Þvottahús er á tengigangi milli forstofu og bílskúrs, þar eru flísar á gólfi og hvít sprautulökkuð innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvaska.
Bílskúr er skráður 32,0 m² að stærð. Gengið er niður eitt þrep úr þvottahúsinu þegar farið er inn í bílskúrinn. Dökkt epoxy efni er á gólfum, rafdrifin innkeyrsluhurð og sér gönguhurð. Geymsluloft er yfir hluta og er timbur stigi upp á það. Fyrir framan bílskúrinn er steypt bílaplan með hitalögnum í, einnig eru hitalagnir í stétt við forstofu.
Annað
- Geymsluloft er yfir íbúðinni.
- Timbur verönd er með suður og vesturhlið hússins og er gengið út á hana bæði úr eldhúsi og stofu.
- Gólfhiti er í húsinu og varmaskiptir á neysluvatni.
- Húsið var málað að utan árið 2021
- Eignin er í einkasölu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.