Fasteignaleitin
Opið hús:24. nóv. kl 15:30-16:00
Skráð 21. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Sólvallagata 79

Nýbygging • FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
67 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
74.900.000 kr.
Fermetraverð
1.117.910 kr./m2
Fasteignamat
6.290.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2024
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2527374
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
13
Vatnslagnir
Nýbygging
Raflagnir
Nýbygging
Frárennslislagnir
Nýbygging
Gluggar / Gler
Nýbygging
Þak
Nýbygging
Svalir
Já, svalir og verönd
Upphitun
Hefðbundið ofnakerfi
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
3 - Risin bygging
Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu kynnir í einkasölu: 

Nýjan og glæsilegan íbúðarkjarna á gamla Steindórsreitnum í 101 Reykjavík (Grandatorg.is) sem skartar þremur flottum byggingum við Sólvallagötu með alls 84 íbúðum.
 
Íbúðirnar umlykja flestar fallegan inngarð þar sem líf og samfélag rennur saman og skapar nánd milli íbúa. Í hverju skrefi var hugað að þægindum, notagildi og stíl sem fellur vel að umhverfi við Sjávarsíðuna.

Nánar um eign 01-0313 á Sólvallagötu 79: Eignin er tveggja herbergja herbergja íbúð á 3. hæð  merkt  01-0313, birt stærð 60,5 fm. Eigninni tilheyrir geymsla í kjallara merkt 0082 birt stærð 6,5 fm. Eigninni tilheyrir svalir/verönd merktar 0338 og svalir merktar 0341. Birt heildarstærð séreignar er 67,0 fm. 

Bókaðu skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Allar íbúðir í húsinu eru tilbúnar til afhendingar við kaupsamning.

Sjá má skilalýsingu, verðlista á íbúðum og verðlista á bílastæðum ( til kaups eða leigu ) og nánari upplýsingar um húsið inn á heimasíðu verkefnisins:  Grandatorg.is
 
Margar íbúðir með fallegt og gott útsýni til sjávar- og fjalla.
Fjölbreytt val um íbúðir. Allt frá studió íbúðum yfir í fjögurra herbergja íbúðir.
Stærðir eru frá 49,4 fm. – 157,1 fm.
Verð eru frá kr. 59.000.000 kr.
 
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar hjá Gerher í Litháen sem er þjónustað af HBH Byggir ehf.
Um er að ræða vandaða framleiðslu úr melamin efni frá Egger sem er sérstaklega endingagott og slitsterkt. Votrými eru flísalögð. Hurðir eru frá Harðviðarval.

Allar íbúðir í L-laga húsinu sem snýr að Sólvallagötu eru afhendar með gólfefnum / harðparket á gólfi að undaskildum votrýmum, þ.e. inn á baðherbergi og inn í þvottahúsi þar sem það á við og í forstofu á sumum íbúðum, þar verða 60 x 60 flísar. Innbyggður kælir með frystir og innbyggð uppþvottavél í innréttingum fylgir líka með öllum þeim íbúðum. Það sama á við um studio íbúðir á 1. hæð í bogadregnahúsinu og allar íbúðir á 2. hæð í bogadregnahúsinu sem snýr að Hringbraut.

Aðrar íbúðir á 3. 4. og 5. hæð í bogadregna húsinu skilast án þess að innbyggð tæki fylgja með og án gólfefna að undaskildum votrýmum, þ.e. inn á baðherbergi og inn í þvottahúsi þar sem það á við, þar verða 60 x 60 flísar. 


Eftirfarandi íbúðir í kjarnanum skilast með Quarts borðplötum. Íbúðir nr. 201, 301, 310, 315, 316, 317, 318, 319, 401, 408, 409, 410, 411, 412, 413, 506 og 507. 
Eftirfarandi íbúðir í kjarnanum eru með teppi á steyptum stiga milli hæða. Íbúðir 315, 316, 317, 318, 319

Nánari upplýsingar í skilalýsingu.

Nánar um húsið, möguleika á bílastæðum og hverjir standa að verkinu.

Bílakjallari / Eigendur á Grandatorgi hafa möguleika á að kaupa bílastæði eða leigja gegn sanngjörnu gjaldi.  

Það eru samtals 86. bílastæði í bílakjallara sem verða seld eða leigð eftir vali kaupanda, eitt eða fleiri eftir þörfum viðkomandi. 8. af þeim stæðum eru með aukageymslu fyrir framan. Í þeim tilvikum verða bílastæðið og geymslan seld saman.

Verð á bílastæðum til kaups er sem hér segir:
Hefðbundið bílastæði, verð kr. 6,0 m.
Stæði með aukinni breidd, verð kr. 7,0 m.

Markmiðið með vali um kaup eða leigu á bílastæði er til að stuðla að réttlátri úthlutun bílastæða.
Nánari upplýsingar um áskriftakerfið má finna í verðskrá og reglum bílastæðahússins inn á grandatorg.is

Atvinnurýmin í bogadregna húsinu á Sólvallagötu 79 sem liggur við Hringbraut verða tilbúin til afhendingar frá og með 15. september 2024.


Hitakerfi:
Íbúðir í bogadregna húsinu sem liggur við Hringbraut eru upphitaðar með gólfhitakerfi. Aðrar íbúðir við Sólvallagötu 79 eru upphitaðar með hefðbundnum miðstöðvarofnum.

Gluggar:
Álklæddir timburgluggar frá Kömbum. Tvöfalt einangrunargler í gluggum.
 
Lóð afhendist fullfrágengin. Hitalögn verður í helstu gönguleiðum, þ.e. stígur milli Hringbrautar og Sólvallagötu við lóðir Framnesvegar, og meðfram Hringbrautarhúsinu í inngarð. Grassvæði verða frágengin og gróðurbeð grófjöfnuð, gróður fylgir ekki með skv. lóðarteikningu. Á leiksvæði barna verður hægt að setja upp leiktæki. Helstu gönguleiðir og aðgengi að anddyrum snjóbræddar.
 
Að verkinu standa eftirtaldir aðilar:
Byggingaraðili er Reir Verk ehf. sem er öflugt byggingarfélag sem vinnur að fjölbreyttum fasteignaverkefnum ásamt því að vinna að ýmsum byggingaverkefnum á eigin vegum. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita heildarlausnir í byggingaverkefnum, góða þjónustu og vandaða vöru.
 
Arktitekt og aðalhönnuður er  +Arkitektar
Burðarþol, Verkfræðistofa Þráinn & Benedikt ehf.
Lagnir, Verkfræðistofa Þráinn & Benedikt ehf.
Raflagnir, Voltorka
Seljandi, Steindór ehf.
 
Til áréttingar:
Upplýst er um að lóðin verður byggingasvæði í einhvern tíma eftir að eignir eru afhendar og að lokaúttekt getur tafist þar til lóðin og öll mannvirki innan lóðar eru fullkláruð. Seljandi mun ábyrgjast lokaúttekt á eigninni en afsal kann að fara fram áður en lokaúttekt á eigninni/heildareigninni fæst.
 
Nánari upplýsingar veitir: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / gulli@remax.
 
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef um lögaðila er að ræða) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
 
 
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sólvallagata 79
Opið hús:24. nóv. kl 15:30-16:00
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
72.5 m2
Fjölbýlishús
312
1019 þ.kr./m2
73.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Opið hús:24. nóv. kl 15:30-16:00
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
64 m2
Fjölbýlishús
211
1139 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Opið hús:24. nóv. kl 15:30-16:00
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
81.7 m2
Fjölbýlishús
211
917 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 94
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Hverfisgata 94
Hverfisgata 94
101 Reykjavík
82 m2
Fjölbýlishús
211
913 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin