Fasteignaleitin
Skráð 23. nóv. 2023
Deila eign
Deila

Lyngborgir 35

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
45 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
21.900.000 kr.
Fermetraverð
486.667 kr./m2
Fasteignamat
11.300.000 kr.
Brunabótamat
16.850.000 kr.
Byggt 2015
Geymsla 6m2
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2344834
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegt
Raflagnir
upphaflegt
Frárennslislagnir
Upphaflegt
Gluggar / Gler
Tvöfallt gler
Þak
Upphaflegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Sólpallur
Lóð
100
Upphitun
Rafmagnshitun
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Áhugasömum er bent á að skipulag 24 fm hússins er ekki samkvæmt samþykktum teikningum því eigandinn endurskipulagði húsið að innan til að ná betri nýtingu og fallegra rými.
Fasteignaland kynnir: Lyngborgir 35 í landi Oddsholts við Minni Borg í Grímsnesi, 805 Selfoss. Um er að ræða vel byggt og fallegt 24 fm vel skipulagt hús með mjög stórum palli og heitum potti ásamt um 15 fm sérbyggðu gestahúsi sem skipt er í tvö herbergi sem bæði eru með sérinngangi auk um 6 fm geymsluhúss / snyrtingar þar sem búið er að setja wc og góðan vinnuvask, hægt að setja sturtu, hentar sérlega vel til að nota fyrir bæði aðalhúsið og gestahúsið. Stór sólpallur með útisturtu og rafmagnskynntum potti og rekkverk allt í kringi.
Lóðin er 6.275 fm eignarlóð með fallegu útsýni, fallegur lynggróður og nokkur tré, góð aðkoma með rauðamöl og fallega útfærðu snúningsplani.
Sami aðili á næstu lóð númer 37, hún er einnig 6.275 fm, ásett verð á þá lóð er 3.900.000 kr, möguleiki á að fá hana keypta með ef vilji er til þess. 

Húsin eru hituð með rafmagnsofnum og heita neysluvatnið er í gegnum varmaskipti sem er einföld leið til að fá heitt vatn.. 
Möguleiki að að fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninni. Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er um kr. 25.000 á ári.
Nánari lýsing: 24 fm húsið skiptist á eftirfarandi hátt:
Forstofa og hol
með flísum á gólfi og fatahengi.
Herbergi með parketi á gólfi.
Eldhúsið er með fallegri hvítri innréttingu og límtrés borðplötu og er það opið yfir í stofuna.
Stofan er björt og góð og með parketi á gólfi.
Snyrting hússins er á teikningum þar sem fatahengið er. Auðvelt að setja upp WC með vask og glugga samkvæmt teikningum og lagnir að og frá snyrtingu innan seilingar. Núverandi eiganda fannst betra að sleppa því að setja snyrtinguna inn í húsið þar sem þá hefðu þeir sem voru að nýta gestahúsið hverju sinni þurft að fara inn í húsið til hans og þess vegna var farin sú einfalda leið að setja snyrtinguna í áðurnefnt 6. fm hús sem nýttist báðum húsunum.  
Geymsla / snyrting, um 6 fm: Óskráð um 6 fm sérbyggð og vönduð geymsla / snyrtiaðstaða með wc og góðum vinnuvask. Mögulegt að setja sturtuaðstöðu.
Gestahús / aukahús, um 15 fm: Óskráð um 15 fm sérbyggt og vandað gestahús með tveimur inngönguhurðum og tveimur sér herbergjum, annað nýtt sem gestaherbergi og hitt nýtt sem geymsla.Mögulegt að opna á milli og nýta sem eitt rými.
Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins má reisa á lóðinni geymslu, svefnhús eða gróðurhús, en þó ekki stærra en 25 fm.
Einnig kemur þar fram að: Húsin (aðalhúsið) skulu ekki vera minni en 50 fm og ekki stærri en 200 fm og nýtingarhlutfallið má þó ekki fara yfir 0.03.  0.03 X 6.275 fm = 188.25 fm.
Mænishæð frá jörðu skal ekki vera hærri en 6 metrar. (Það má þá byggja 2ja hæða hús miðað við þetta). Þakhalli má vera á bilinu 0 - 45 gráður.
Miðað við deiliskipulag og teikningar þá er 24 fm húsið byggt sem gestahús og gert er ráð fyrir að byggt sé nýtt 50 til 200 fm frístunda / sumarhús á lóðinni.
Þá mætti færa 15 fm húsið sem er kallað gestahús yfir á til dæmis lóð númer 37 ef sami aðili kaupir þá lóð með þessari eign.  

Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins í 18 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði. Styttra um Nesjavallaveg.
Upplýsingar gefa: Vilhjálmur Bjarnason, löggiltur fasteignasali s. 822-8183, netfang: villi@fasteignaland.is 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is       
Björgvin Þór Rúnarsson, löggiltur fasteignasali s, 855-1544, netfang: bjorgvin@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508, netfang: arni@fasteignaland.is
Hrönn Ingólfsdóttir, löggiltur fasteignasali s: 692-3344, netfang: hronn@fasteignaland.is 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
15 m2
Fasteignanúmer
2344834
Byggingarefni
Timbur
Lýsing
Óskráð um 15 fm sérbyggt og vandað hús.
6 m2
Fasteignanúmer
2344834
Byggingarefni
Timbur
Lýsing
Óskráð um 6 fm sérbyggð og vönduð geymsla / snyrtiaðstaða.
Mynd af Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason
Löggiltur fasteigna - og skipasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache