Fasteignaleitin
Skráð 16. apríl 2025
Deila eign
Deila

Barðastaðir 53

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
242.6 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
195.000.000 kr.
Fermetraverð
803.792 kr./m2
Fasteignamat
155.050.000 kr.
Brunabótamat
126.100.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2000
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2246435
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Frá því að húsið var byggt
Þak
Sagt í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Gólfhiti og ofnakerfi
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Barðastaðir 53 í Reykjavík - Bókið einkaskoðun

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir glæsilegt 5 herbergja 242,6 fermetra einbýlishús sem er mestmegnis á einni hæð ásamt stóru fjölskyldurými í turnhæð hússins með glæsilegu útsýni út á sundin, Akrafjalli, Skarðsheiði, Esjunni og víðar. Eignin skiptist í 171,5 fermetra aðalhæð, 34,3 fermetra efri hæð og stóran 36,8 fermetra tvöfaldan bílskúr. 

Um er að ræða afar vel staðsett hús með glæsilegu útsýni í grónu fjölskylduhverfi við Barðastaði í Reykjavík. Mikil náttúruparadís er allt í kring og fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjóinn og Geldinganes. Stutt er í golfvellina við Korpúlfsstaði og Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Húsið er afar sjarmernandi með mikilli lofthæð og vönduðum innréttingum, tækjum og gólfefnum. Má þar nefna innréttingar úr Honduras Mahogany, Miele og Liebherr tæki, granít stein, marmara o.fl. Auk þess er búið að endurnýja hluta innanhús með sérsmíðuðum innréttingu. Húsið og lóðin hefur fengið mjög gott viðhald í gegnum árin og ber húsið þess vel merki að utan sem innan.

Húsið er vel skipulagt með rúmgóðum alrýmum og útgengi á stóra afgirta viðarverönd. Aukin lofthæð er yfir stofum og flestum rýmum aðalhæðar. Stofan er glæsileg og skiptist í borðstofu og setustofu. Stofa er opin við eldhús sem hefur verið endurnýjað á afar vandaðan máta. Fallegt hol tekur við forstofu þaðan sem gengið er inn í flest rými hússins. Gólfhiti er í öllum rýmum þar sem er flísalögn. Gestabaðherbergi með sturtu er inn af forstofu. Auk þess er innangengt í stóran tvöfaldan bílskúr með mikilli lofthæð. Gott búr/geymsla er staðsett inn af bílskúr. Svefnherbergin eru öll rúmgóð og er fataherbergi inn af hjónaherbergi. Baðherbergi er vandað með baðkari og sturtu. Þvottaherbergi er rúmgott með útgengi á verönd til suðvesturs. Frá holi er gengið upp fallegan stiga upp í stórt 34,3 fermetra turnherbergi með mikilli lofthæð og glæsilegu útsýni líkt og fyrr greinir.

Lóðin er stór, eða 941,0 fermetrar að stærð. Lóðin er virkilega glæsileg með mynstursteyptum stéttum og bílaplani fyrir framan bílskúra með snjóbræðslu. Bílaplan er rúmgott sem rúmar vel 3-4 bifreiðar. Tvær rafhleðslustöðvar eru uppsettar við bílskúra. Fallegur tjágróður og beð eru á lóðinni. Afgirt verönd er austan megin við húsið þar sem útgengt er frá hjónaherbergi. Á suðvesturhluta lóðarinnar, með útgengi frá stofu, er glæsileg afgirt viðarverönd með opnu garðskýli, heitum potti og fallegri kvöldlýsingu. 

Nánari lýsing:

Forstofa: Er rúmgóð með flísum á gólfi, gólfhita, skápum og innfelldri lýsingu í loftum.
Gestabaðherbergi: Er staðsett inn af forstofu. Flísar á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta með glerhurð. Upphengt salerni, vaskur með speglaskáp, gluggi til vesturs og innfelld lýsing í loftum.
Hol: Með flísum á gólfi og gólfhita. Gengið er inn í flest rými frá holi og upp í turnherbergi um fallegan parketlagðan stiga.
Stofa: Er stór og með flísum á gólfum og gólfhita. Aukin lofthæð er yfir stofum með innfelldri lýsingu í loftum. Gluggar eru til suðurs, vesturs og norðurs. Afar fallegt útsýni er út á sundin, Akrafjalli, Esjunni, Móskarðshnjúkum og víðar. Granít er í gluggakistum og útgengi í fallegan skjólgóðan bakgarð þar sem verönd mætir fallegum beðum og stéttum.
Eldhús: Var endurnýjað á afar vandaðan og smekklegan máta með flísum á gólfi. Sérsmíðaðar innréttingar úr Honduras Mahogany við og granít steini frá S. Helgasyni. Tækin eru af vönduðust gerð frá Miele (bakaraofn, combi ofn, span/gas helluborð, háfur og uppþvottavél). Afar glæsilegur og vandaðar tvöfaldur Liebherr kæliskápur með frysti og vínkæli. Undirfelldur vaskur, lýsing undir efri skápum og innfelld lýsing í loftum.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með gegnheilu fiskibeiniparketi á gólfum, aukinni lofthæð og innfelldri lýsingu í loftum. Sérsmiðað borð og skúffur. Gluggi til austurs með steini í gluggakistum. Útgengi á lóð til austurs þar sem tekur við afgirt viðarverönd.
Fataherbergi: Með sérsmíðuðum innréttingum, gegnheilu fiskibeinaparketi, aukinni lofthæð og innfelldri lýsingu í lofti.
Aðalbaðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Sérsmíðaðar innréttingar með grænum marmara á borðum og tveimur vöskum. Baðkar með sturtutækjum og flísalögð sturta með glerhurð. Handklæðaofn, upphengt salerni, gluggi til austurs og innfelld lýsing í loftum.
Svefnherbergi II: Er rúmgott með gegnheilu fiskibeinaparketi á gólfum. Skápar og gluggar til suðurs og austurs með graníti í gluggakistum.
Svefnherbergi III: E rúmgott með gegnheilu fiskibeinaparketi á gólfum. Skápar og gluggi til suðurs með graníti í gluggakistum.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Tenglar fyrir þvottavél/þurrkara og útgengi í bakgarð.

Efri hæð/turnherbergi: Með gegnheilu fiskibeinaparketi á gólfi og aukinni lofthæð. Gluggar til allra átta með glæsilegu útsýni út á sundin, Akrafjalli, Skarðsheiði, Esju og víðar. Granít í gluggakistum. Möguleiki væri að nýta rými sem stórt svefnherbergi.

Bílskúr: Er tvöfaldur og 36,8 fermetrar að stærð. Aukin lofthæð og tvær bílskúrshurðar (rafmagnsopnun á báðum hurðum). Gluggar til austurs og flísar á gólfi. Heitt/kalt vatn og vaskur.
Búr: Er staðsett inn af bílskúr. Flísar á gólfi og aukin lofthæð. Gott geymslupláss.

Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknarverðum stað við Barðastaði í Reykjavík þaðan sem stutt er í grunnskóla, leikskóla, menntaskóla, íþróttasvæði, golfvelli, Egilshöll auk verslunar, þjónustu og veitingastaði. Glæsilegar hjóla- og gönguleiðir í nágrenni við náttúruna, fjöruna og sjóinn.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2000
36.8 m2
Fasteignanúmer
2246435
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
15.150.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fálkahlíð 5, (509)
Bílskúr
Bílastæði
Fálkahlíð 5, (509)
102 Reykjavík
186.9 m2
Fjölbýlishús
413
1016 þ.kr./m2
189.900.000 kr.
Skoða eignina Stefnisvogur 34
Bílskúr
Bílastæði
Skoða eignina Stefnisvogur 34
Stefnisvogur 34
104 Reykjavík
201.7 m2
Fjölbýlishús
423
1011 þ.kr./m2
203.900.000 kr.
Skoða eignina Stefnisvogur 30
Bílastæði
Skoða eignina Stefnisvogur 30
Stefnisvogur 30
104 Reykjavík
203.2 m2
Fjölbýlishús
423
935 þ.kr./m2
189.900.000 kr.
Skoða eignina Búðavað 6
Bílskúr
Skoða eignina Búðavað 6
Búðavað 6
110 Reykjavík
219 m2
Parhús
524
821 þ.kr./m2
179.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin