Fasteignasala Kópavogs / Gunnlaugur Hilmarsson kynna til sölu: 4ra herbergja 138,9m2 glæsilegt raðhús, þar af er bílskúr 29,2m2, við Ölkelduvegur 5, 350 Grundarfjörður.
Nánari lýsing: Forstofa er með fataskáp og flísalagt gólf. Eldhús er með fallegri viðarinnréttingu, keramik helluborði og góðum ofni, parket á gólfi. Stofa og borðstofa eru í einu opnu rými með parket á gólfum. Stofa er björt og rúmgóð og úr stofu er útgengt út á timburverönd sem snýr í suður. Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskáp og parket á gólfi. Barnaherbergin eru tvö, rúmgóð og björt með parket á gólfi. Baðherbergi er rúmgott með flísalagða veggi og gólf, upphengt salerni, sturtu með glerhurðum, góða innréttingu með speglaskáp yfir vaski. Innrétting er einnig fyrir þvottavél og þurrkara inni á baðherberginu. Geymsluherbergi er inn af bílskúr.
Bílgeymsla er góð með opnara á hurð og aðstöðu fyrir hleðslustöð, útgengt út á verönd á baklóð.
Innkeyrsla og stéttar eru steyptar.
Baklóð er með einni heilli timburberönd, Lerki viður, og skjólveggjum á báðum hliðum, heitum potti og góðri grillaðstöðu.
Skipt var um öll lausafög fyrir tveimur árum.
Íbúðin er á góðum stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, verslun og fallega útiveru.
Allar upplýsingar veitir Gunnlaugur Hilmarsson, löggildur fasteignasali í síma 777 5656 / 517 2600. gunnlaugur@fastko.is og á heimasíðu okkar www.fastko.is
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi –0,8% af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. Kauptilboði.