Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu nýtt 4ra herbergja parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr að Þykkvaflöt 3B Eyrarbakka. Eignin er samtals 139,1 fm. þar af er íbúðarhlutinn 108,5 fm. og bílskúr 30,6 fm. Vel staðsett eign í grónu hverfi á Eyrarbakka. Húsið er selt eins og það er í dag á byggingarstigi 2 fokheld bygging og matsstigi 5 tilbúin til innréttinga. Er nánast komið á bst. 3 tilbúin til innréttingar og rúmlega það. Það sem búið er að gera umfram er m.a. baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, salerni, sturta, innfelld blöndunartæki og handklæðaofn, forstofa er flísalögð, parket komið á stofu/eldhús/gang/svefnherbergi, hvítar innhurðir full frágengnar svo og eldvarnarhurð í bílskúr. Verð 69.900.000 milljónir.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX
Nánari lýsing:* Húsið er á einni hæð, klætt að utan með gráu báruáli og aluzink járn er á þaki.
* Þakkantur klæddur með hvítri ál-klæðningu.
* Gluggar eru vandaðir, ál/tré gluggar. Hönnun hússins tekur m.a. mið af því að viðhald sé í lágmarki og innra skipulag sett upp með það að markmiði að nýta sem best stærð íbúðar.
* Hitalagnir eru steyptar í gólfplötu og húsið því kynnt með svæðaskiptum gólfhita.
* Lóð er grófjöfnuð og möl í innkeyrslu.
* Gert er ráð fyrir heitum potti í garði og ídráttarrör fyrir lagnir til staðar.
* Samkvæmt teikningum er gert ráð fyrir þrem svefnherbergjum, anddyri, stofu- borðstofu og eldhúsi í opnu rými, gangur, baðherbergi og þvottahúsi en úr því er innangengt út í bílskúr. Geymsluloft er ofan íbúðar (innangengt úr þvottahúsi).
* Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, salerni, sturta, innfelld blöndunartæki og handklæðaofn.
* Forstofa og þvottahús eru flísalögð.
* Búið er að setja parket á stofu, eldhús, gang og svefnherbergi.
* Innihurðar (hvítar) fullgerðar með öllum hurðabúnaði.
* Veggir og loft í bílskúr skilast ósparslað og ómálað.
* Netsnúrur í öllum rýmum.
* Búið er að draga í fyrir hitastýringar í flest rými. Hitastillar fylgja ekki með.
* Ísskápur í eldhúsi fylgir með.
Annað: Byggingargjöld og gatnagerðargjald eru greidd.
Kaupandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald þegar það er lagt á við endanlegt brunabótamat.
Kaupandi skal fá nýja byggingarstjóra og meistara að verkinu við afhendingu og sér um úttektir eftir afhendingu eignar, eða semja við núverandi byggingarstóra og meistar um að klára úttektir.
Hér er um að ræða gott fjölskylduhús, vel staðsett, í nýju hverfi. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veita Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.