Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu: Nýtt, vandað miðjuraðhús með 3 stórum svefnherbergjum að Klængsbúð 30, Þorlákshöfn. Húsið er einstaklega skemmtilega staðsett í grónu hverfi, örstutt frá skóla-, leikskóla og íþróttasvæði! Eignin afhendist skv. neðangreindri skilalýsingu og getur verið tilbúið til afhendingar við kaupsamning.
Hægt er að fá húsið afhent fullbúið eða tilbúið til innréttinga.Húsið er byggt úr timbri árið 2025. Að utan er húsið klætt með bronslituðu liggjandi báruáli og svörtu timbri á móti. Gluggar, hurðir og þakkantur eru svartir. Svart bárujárn er á þaki.
Bílaplan verður steypt. Skilveggir á milli eigna uppsettir að framanverðu. Gert er ráð fyrir lýsingu í skilveggjum. Lóðin verður þökulögð.
Skilalýsing:Engir milliveggir eru komnir í húsið.
Búið er að:Búið er að einangra allt.
Ganga frá rakasperru.
Ganga frá rafmagnsrind í lofti og á veggjum. Allt rafmagn er ófrágengið.
Rétta af grindina.
Setja vélræna loftræstingu með rafmagnsblásurum uppi á þaki en ekki inni í loftinu.
Setja rör í rör kerfi fyrir neysluvatn að staðsetningu heimilistækja.
Ísteypa hitalagnir í plötu.
Sladda gólfplötu (ekki endanleg flotun).
Ganga að fullu frá öllum gluggu og gleri. Ál/tré, Rational frá Húsasmiðjunni.
Setja í gönguhurðar. Ál/tré, Rational frá Húsasmiðjunni.
Fyrir afhendingu verður neðangreint frágengið:Lagnir fyrir frárennsli lagðar út í götu og þær tengdar útí götu.
Lögn fyrir rafhleðslubíl lögð í bílaplan.
Lóð þökulögð.
Bílaplan steypt.
Skilveggur milli íbúðanna að framanverðu á bílastæði fullfrágenginn. Veggurinn verður úr svörtu timbri eins og húsið er klætt með að hluta.
Lögð verða rafmagnsrör í skilvegg milli íbúðanna þar sem gert verður ráð fyrir lýsingu.
Gjöld sem verða greidd af seljanda:Lóðargjöld
Inntaksgjöld rafmagns, hita og kalts vatns.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald.
Verð skv. ofangreindri skilaýsingu er kr. 58.500.000,-
Samkvæmt teikningu skiptist húsið svo: Rúmgóð forstofa. Þrjú rúmgóð svefnherbergi (eitt herbergið er skráð geymsla skv. teikningu er 11m2 með glugga.) Stór og björt stofa þaðan sem utangengt er í garðinn. Baðherbergi. Mjög rúmgott þvottahús.
Traustur byggingaraðili með áratuga reynslu!
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 steindor@husfasteign.is ,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
5. Skipulagsgjald og inntaksgjöld skv. gjaldskrá.