Fasteignaleitin
Skráð 5. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Vitastígur 3

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
138.7 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
124.000.000 kr.
Fermetraverð
894.016 kr./m2
Fasteignamat
51.750.000 kr.
Brunabótamat
40.800.000 kr.
Byggt 1945
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2080611
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta 2024
Raflagnir
Ekki vitað
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar að hluta 2024
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir að hluta 2024
Þak
Þakjárn var endurnýjað 2024
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Bjart og sjarmerandi 138,7 fm einbýlishús við Vitastíg 3. Eignin hefur hlotið góða endurnýjun á undanförnum árum. Húsið stendur á einstaklega góðum stað í hjarta Hafnarfjarðar þar sem stutt er í almenningssamgöngur og alla helstu þjónustu.

Vakin er athygli á því að eignin er skráð á tvö fastanúmer. Aðalhæð eignar er með fnr: 208-0611 og rið hæð eignar er með fnr: 208-0612. 

**Þak, gluggar og klæðning endurnýjuð 2024
**Þrjú svefnherbergi og hægt að bæta einu við
**Rishæð nýlega endurnýjuð

**Frábær staðsetning í miðbæ Hafnarfjarðar

Birt stærð eignar á aðalhæð samkvæmt Þjóðskrá Íslands er 76,7 fm og birt stærð á eign í risi er 62 fm. 

Nánari upplýsingar veita:
Páll Pálsson lgf. S: 775-4000 palli@palssonfasteignasala.is
Þorbirna Mýrdal Löggiltur fasteignasali S: 888-1644 thorbirna@palssonfasteignasala.is

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Eignin skiptist þannig að á aðalhæð er forstofa, gangur, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Á efri hæð hússins er eldhús sem er opið til stofu og svefnherbergi. Geymsla og þvottahús er staðsett í kjallara. 

Nánari lýsing á aðalhæð:
Gengið er inn í forstofu og hol um sameiginlegan inngang. Fataskápur og flísar á gólfi.
Í eldhúsi er falleg ljósbrún viðarinnrétting með miklu skápaplássi. Gott pláss fyrir eldhúsborð. Flísar á milli efri og neðri skápa, harðparket á gólfi.
Björt og rúmgóð stofa. Harðparket á gólfi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með fataskápum og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt. Baðkar með sturtuaðstöðu. Handlaug og upphengt salerni.

Nánari lýsing á efri hæð:
Gengið er upp stigagang með nýlegu kókosteppi.
Eldhús með nýlegri innréttingu og gott pláss fyrir eldhúsborð. Harðparket á gólfi.
Björt stofa og möguleiki á að bæta við svefnherbergi ef þörf er á. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp
Flísalagt baðherbergi með nýlegri innréttingu og sturtuklefa.

Í kjallara er þvottahús og geymsla sem gengið er í að utanverðu.

Samkvæmt upplýsingum seljenda var húsið einangrað að utan og klætt báruáli árið 2024. Þakjárn var endurnýjað, strompur klæddur og allir gluggar/gler endurnýjaðir (að undanskildum gluggum í kjallara). Lagnir og ofnar hafa verið endurnýjaðir að hluta. Á árinu 2024 var rishæðin tekin í gegn: nýtt baðherbergi, ný eldhúsinnrétting, ný gólfefni, ofnar endurnýjaðir og allt málað.

Húsið lítur einstaklega vel út, bæði að utan og innan. Þetta er falleg og vel við haldin eign á vinsælum stað í Hafnarfirði sem vert er að skoða.

Athugið að húsgögn á myndum í ris hæð eru tölvuteiknuð og sýna innréttingarmöguleika.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
PP fasteignasala ehf
https://www.palssonfasteignasala.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Strandgata 26 íb. 302
Strandgata 26 íb. 302
220 Hafnarfjörður
135.5 m2
Fjölbýlishús
213
996 þ.kr./m2
134.900.000 kr.
Skoða eignina Smyrlahraun 36
Bílskúr
Skoða eignina Smyrlahraun 36
Smyrlahraun 36
220 Hafnarfjörður
170.1 m2
Raðhús
514
664 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Vitastígur 12
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Vitastígur 12
Vitastígur 12
220 Hafnarfjörður
145.2 m2
Einbýlishús
423
922 þ.kr./m2
133.900.000 kr.
Skoða eignina Norðurbakki 9B
Bílastæði
Skoða eignina Norðurbakki 9B
Norðurbakki 9B
220 Hafnarfjörður
150.4 m2
Fjölbýlishús
413
757 þ.kr./m2
113.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin