Skógarás 8, 221 Hafnarfirði.Hraunhamar fasteignasala kynnir: Glæsilegt 361,8 fm2 einbýlishús í Áslandi Hafnarfirði, hannað af Pálmari Kristmundssyni arkitekt. Húsið var byggt árið 2010, er staðsteypt og klætt með zinki og prófílgleri. Gluggar og hurðir frá Schüco. Hiti í gólfum.
Innfelld lýsing. Frábær staðsetning og útsýni. Komið er inn í
forstofu með góðum skápum. Inn af forstofu er
fataherbergi með góðu skápaplássi. Innangengt í
bílskúr. Á efri hæð er
gestasnyrting. Stórt og bjart
eldhús með sérsmíðaðri innréttingu. Rennihurð úr eldhúsi út á stóran pall/verönd (steyptir skjólveggir)
Glæsilegar rúmgóðar bjartar stofur þ.e.s stofa og borðstofa, með
gólfsíðum stórum gluggum,
útsýni. Skrifstofuherbergi inn af stofu.
Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar í stofu og skrifstofuherbergi.
Á neðri hæð eru
fjögur svefnherbergi:
þrjú rúmgóð barnaherbergi með góðum skápum auk
hjónasvítu/hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi með sturtu. Úr hjónasvítu er útgengt á pall.
Á neðri hæð er einnig rúmgott
baðherbergi með sturtu og baðkari. Rúmgott og bjart
sjónvarpshol með útgengi út á pall.
Þvottaherbergi með góðri innréttingu auk geymslu.
Aukin lofthæð er á báðum hæðum.
Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar og innihurðir. Hljóðdempun í stofu og sjónvarpsholi. Forstofa, eldhús, þvottahús og baðherbergi eru flísalögð. Önnur gólf eru máluð. Innréttingar á baðherbergjum eru ekki fullfrágengnar. Bílaplan hefur ekki verið fullklárað.
Mögulegt væri að útbúa séríbúð á neðri hæð.Um er að ræða vandað og fjölskylduvænt einbýlishús á eftirsóttum stað í Hafnarfirði.
Áhugaverð eign til að skoða. Nánari uppl gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.is ogFreyja M Sigurðardóttir lgf. s. 862-4800 freyja@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.