BYR fasteignasala kynnir í einkasölu KLETTAMÓI 7 ÍBÚÐ 103, 815 Þorlákshöfn.
Nýleg fjögurra herbergja íbúð á neðri hæð í Móabyggð, miðsvæðis í Þorlákshöfn, stutt í alla almenna þjónustu og útivist og ýmiskonar afþreyingu. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er steypt, byggt árið 2023. Eignin skiptist í íbúð 89.6 m² og geymslu 5.3 m², samtals 94.9 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing: Anddyri með þreföldum fataskáp.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er frá stofu út á hellulagða aflokaða
verönd með skjólveggjum (suður). Á verönd eru innbyggð grillgeymsla og köld geymsla.
Eldhús með HTH innréttingu, AEG keramik helluborði og ofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur í innréttingu.
Herbergi I, Hjónaherbergi sexfaldur fataskápur, sérsmíðuð hilla fylgir.
Herbergi II, sexfaldur fataskápur, sérsmíðað skrifborð og „geymsluskápur" við skrifborð.
Herbergi III, sérsmíðað innbyggt rúm með tvöföldum skáp fyrir ofan.
Baðherbergi, vaskinnrétting og handklæðaskápur, upphengt salerni, sturta og handklæðaofn.
Þvottahús, innrétting með plássi fyrir tvö tæki, innbyggður frystiskápur í innréttingu, handklæðaofn og gluggi.
Gólfefni: Harðparket er á anddyri, alrými og herbergjum.Flísar á baðherbergi og þvottahúsi.
Geymsla er í sameign á hæð, ásamt sameiginlegu inntaksrými.
Klettamói 7 er sex íbúða tvílyft hús. Allir útveggir ásamt berandi innveggjum og milligólf eru staðsteypt.
Gólfplötur milli íbúða eru staðsteyptar einnig eru stigar, svalir og svalagangar staðsteypt eða steypueiningar með endanlegu yfirborði.
Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með smábáru og sléttri málmklæðningu að hluta. Þak er viðsnúið með pvc dúk. Framan við hús er hellulögð gönguleið.
ögð er áhersla á að öll umgjörð hverfisins sé hlý og aðlaðandi með lágstemmdri byggð sem skiptist í nokkra kjarna sem tengjast saman með vistgötum.
Eitt merkt bílastæði fylgir íbúðinni. Möguleiki er á uppsetningu hleðslustöðar við bílastæði.
Húsfélag er starfrækt í eigninni.
Lóð er sameiginleg 741.6 m² leigulóð í eigu Sveitarfélagsins Ölfus.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 252-5105. Klettamói 7.Stærð: Íbúð 89.6 m². Geymsla 5.3 m² Samtals 94.9 m².
Brunabótamat: 57.650.000 kr.
Fasteignamat: 49.550.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 54.700.000kr.
Byggingarár: 2023.
Byggingarefni: Steypa.
Eignarhald:
01.0103- Séreign. Rými 01.0103 Íbúð 89.6 Brúttó m². 01.0106 Geymsla 5.3 Brúttó m².