Díana og Hulda löggiltir fasteignasalar hjá fasteignasölunni Garður kynna til sölu 102,8 fermetra, bjarta 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á neðri hæð í fjórbýlishúsi. Álalækur 6 er steinsteypt fjórbýlishús á tveimur hæðum. Eignin er vel staðsett á Selfossi og stutt er í alla almenna þjónustu, leik-, grunn- og framhaldsskóla og útivist. SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLITSkipulag eignar: Andyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, geymsla, baðherbergi, gangur og þvottahús innan íbúðar. Hellulagður garður og skjólveggur.
Nánari lýsing:Anddyri: Flísar á gólfi.
Þvottahús: Inn af forstofu er þvottahús, tengi er fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Í alrými er björt og rúmgóð stofa/borðstofa, útgengi út á stórar suðvestur svalir, parket á gólfi.
Eldhús: Í alrými er eldhús er með góðri innréttingu, háf, spanhelluborð, tvöfaldur bakstursofn, parket á gólfi.
Gangur: Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt og rúmgott með fataskáp, parketi á gólfi.
Svefnherbergi: Stórt og bjart með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Eldri innrétting með handlaug, sturta, upphengt salerni, flísar á gólfi. Þarfnast standsetningar.
Geymsla / fataherbergi/ sjónvarpsherbergi: Rúmgóð geymsla hægt að nýta sem fatageymslu eða sjónvarpsherbergi parket á gólfi.
Gólfhiti: Hiti er í gólfi það er ekki búið að setja upp stýringar.
.
Lóð: Lóðin er 2.913,1 fm og er sameiginleg eignarlóð Álalæks 2, 4 og 6. Lóð er gróin, baklóð er þökulögð og lokaður hellulagður pallur, fyrir framan hús eru bílastæði og stétt með möl.
Samkvæmt seljanda verður steypt plan og hellulögn í seinnihluta ágúst.