Gimli fasteignasala og Elín Urður Hrafnberg kynna í einkasölu:
Virkilega bjarta og fallega 4ra herbergja íbúð á 2 hæð í byggingu í Hveragerði.
Um er að ræða 4ra herbergja íbúð í byggingu í Kambalandi sem skilast fullbúin að inna og utan ásamt tyrfðri lóð og hellulögn að framan og sérafnotaréttur jarðhæðar að aftan.
Samkvæmt fasteignamati er eignin skráð 109 fm. þar af geymsla 8,7 fm, nánar tiltekið eign merkt 02-01.
Eignin skiptist í forstofu, hol/gang, eldhús/borðstofu/stofu í alrými, baðherbergi, 3 svefnherbergi og þvottahús og geymslu.
Húsið er staðsteypt og er á tveimur hæðum með alls fimm íbúðum. Á jarðhæð eru tvær íbúðir ásamt sameign þar sem staðsettar eru geymslur og sameign. Staðsteyptur stigi er upp á aðra hæð þar sem eru þrjár íbúðir. Allar íbúðirnar eru með sérinngangi.
Allar innréttingar og skápar eru frá HTH ásamt borðplötu í eldhúsi, parket og innihurðar eru frá BYKO og flísar frá Álaborg. Heimilistæki eru frá Bræðrunum Ormson. Ofnar eru í íbúðinni og vandað loftræstikerfi sem sér um að endurnýja loftgæðin í húsinu, einnig er forhitari á neysluvatninu.
Bílastæði eru ellefu á lóð fyrir framan húsið. Lóðin tilheyrir íbúðum að jöfnu, fyrir utan sérafnotafleti sem tilheyra íbúðum á 1.hæð. Tvær fullbúnar hleðslustöðvar fyrir allt að fjóra bíla eru staðsettar við bílastæði.Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, tölvupóstur elin@gimli.is eða
gimli@gimli.isAth myndir og myndband eru úr sýningaríbúð á jarðhæð.
Myndbandshlekkur hérSkilalýsing liggur fyrir á skrifstofu Gimli.
Afhending í júní 2025.- Frábær staðsetning.
- Sérinngangur í allar íbúðir.
- Sérafnotareitur eða svalir.
- Sérgeymslur í sameign.
- Innréttingar frá HTH.
- Vönduð heimilistæki frá AEG (Ormsson).
- Walk in sturta með hertu sturtugleri.
- Rafmagnshleðslustöð á bílastæði fyrir 4 bíla.
- Vandað loftræstikerfi sem sér um að endurnýja loftgæðin í íbúðinni.
NÁNARI LÝSING:Anddyri: komið er inn í rúmgott anddyri með góðum skápum og flísum á gólfi.
Hol/gangur: með parketi á gólfi
Þvottahús: með góðri innréttingu með vaski, gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Eldhús: í alrými með fallegri innréttingu frá HTH með ísskáp, uppþvottavél og bakaraofni. Stór eldunareyja/tangi sem hægt er að sitja við með spanhelluborði með innbyggðri viftu.
Stofa: í alrými með parketi á gólfi og svalhurð út í garð þar sem búið er að helluleggja sérafnotarétt íbúðar.
Baðherbergi: með góðri innréttingu með vaski úr steini, spegli fyrir ofan, handklæðaofni, upphengu WC með hæglokandi setu. Walk in sturtu með sturtugleri og handklæðaofni. Flísar á gólfi og að hluta til á veggjum.
Hjónaherbergi: rúmgott með góðum skápum og parket á gólfi.
Svefnherbergi 2#: með góðum skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi 3#: með góðum skáp og parket á gólfi.
Geymsla: góð sérgeymsla í sameign.
Bílastæði: malbikað með rafmagnshleðslustöð fyrir fjóra bíla.
Sameign: með geymslum og hjóla- og vagnageymsla.
Lóð: Snjóbræðsla í gangstétt fyrir framan hús er í hluta gönguleiða sem verður hellulögð. Lóð verður þökulögð og gróðurbeð jöfnuð án gróðurs.
Hellulagt sorpsvæði er á lóðinni og aðstaða fyrir ruslakör í forsteyptu ruslaskýli frá Steypustöðinni
Kaupandi greiðir skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati.Niðurlag:
Góð staðsetning í nýju hverfi sem er í uppbyggingu í Kambalandi í Hveragerði. Stutt í óspillta náttúru og gönguleiðir.Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta.
Gimli, gerir betur...Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur:
gimli@gimli.isHeimasíða Gimli fasteignasöluGimli á FacebookUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.