Fasteignaleitin
Skráð 31. júlí 2025
Deila eign
Deila

Langalína 7

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
147.7 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
119.800.000 kr.
Fermetraverð
811.104 kr./m2
Fasteignamat
100.050.000 kr.
Brunabótamat
76.290.000 kr.
Mynd af Benedikt Ólafsson
Benedikt Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2005
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2273625
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Í lagi að sögn seljanda
Raflagnir
Í lagi að sögn seljanda
Frárennslislagnir
Í lagi að sögn seljanda
Gluggar / Gler
Í lagi að sögn seljanda
Þak
Í lagi að sögn seljanda
Svalir
Timburverönd
Upphitun
sameiginlegur
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 147,7 fermetra 7 herbergja endaíbúð á jarðhæð með einstaklega stórri verönd til suðurs, möguleikar á svalarlokun, sér stæði í lokaðri bílageymslu í snyrtilegu og vönduðu fjölbýlishúsi með lyftu við Löngulínu 7 í Garðabæ. Sameignin er öll til fyrirmyndar, snyrtilegur stigagangur, góð frágengin lóð með malbikuðum bílastæðum og hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi. Verið er að setja mini golfvöll fyrir aftan hús fyrir hverfið. Fallegir göngu- og hjólastígar um hverfið meðfram sjónum og frábært útivistarsvæði í nágrenni. Langalína 7, 210 Garðabær, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 227-3625 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. 

*Smelltu hér til að skoða myndband um eignina*
  • Mjög góð staðsetning í Sjálandinu í Garðabæ. 
  • Eign fyrir stóra fjölskyldu, einstaklega rúmgóð. 
  • Barnvænt hverfi Sjálandsskóli í 50 metra fjarlægð.
  • Fallegar gönguleiðir, stutt á ylströndina og í alla þjónustu.

Íbúðin er mjög björt og vel skipulögð með 4 svefnherbergjum, sjónvarpsherbergi, stofu / borðstofu, eldhúsi og mjög stórri verönd.

Búið er að taka niður vegg sem skyldi eldhúsið frá stofu sem gerir eignina mun bjartari og opnari fyrir bragðið. Sér stæði í bílageymslu og er breiðara og stærra en venja er.
Virkilega vel skipulögð 7. herb. endaíbúð ein af þessum fáu eignum með 4 svefnherbergjum, frábær eign fyrir stóra fjölskyldu á barnvænum stað með sér pall og verönd út af stofu.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, félagi í Félag Fasteignasala. Sími 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is

*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*


Lýsing eignar:
Forstofa: Vínilparket á gólfi og fataskápar.
Þvottaherbergi: Flísalagt gólf, vaskur, hillur og vinnuborð með vélum undir borði.
Hol: Vínilparket á gólfi.
Svefngangur: Vínilparket á gólfi.
Svefnherbergi I: Vínilparket á gólfi og með fataskáp.
Svefnherbergi II: Vínilparket á gólfi og með fataskáp.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með fataskápum á heilum vegg, vínilparket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir, innrétting og hornbaðkar með sturtuaðstöðu.
Eldhús: Vínilparket á gólfi, hvít innrétting með tengi fyrir uppþvottavél. Eyja með góðri vinnuaðstöðu, spanhelluborði og skápum beggja megin. Mjög góð vinnuaðstaða er í eldhúsi.
Stofa/ borðstofa: Mjög stórt og opið alrými ásamt eldhúsi, rýmið er allt mjög bjart, vínilparket á gólfi. Útgengi á skjólsæla verönd til suðurs. 
Sjónvarpshol: Vínilparketlagt, rúmgott og opið við stofu með rennihurð til að loka af frá stofu.
Svefnherbergi III: Innaf sjónvarpsholi er rúmgott herbergi með vínilparket á gólfi og skáp. 
Sérgeymsla innan sameignar: 7,7 fermetrar að stærð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla: Með útgengi á lóð.
Sér bílastæði í bílageymlu: Í kjallara hússins er mjög rúmgott og bílastæði á góðum stað í bílageymslunni. Búið er að leggja rafmagn fyrir rafbíla. Bílageymslan er mjög snyrtileg og björt með þvottaaðstöðu fyrir bíla og var öll máluð að innan árið 2020.

Húsið að utan: Var allt viðgert árið 2019 og málað að utan árið 2020 og er í góðu ástandi. 

Góð frágengin lóð með malbikuðum bílastæðum og hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð á rólegum stað í Sjálandinu í Garðabæ.  Sjálandsskóli er í 50 metra fjarlægð, stutt á ylströndina, í fallegar gönguleiðir og alla þjónustu. Falleg náttúra og góðar gönguleiðir. Húsið er við hliðina á Jónshúsi sem er félags- og þjónustumiðstöð. 

Hjóla- og vagnageymsla og sérmerkt bílastæði íbúðar í bílakjallara. Búið að setja upp tengi fyrir rafhleðslustöð. Sameignin öll til fyrirmyndar, sameiginlegur inngangur og lyfta í sameign.
Góð frágengin lóð með malbikuðum bílastæðum og hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi.

Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og með þinn hag í fyrirrúmi?  Ef svo er þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn eða þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu! 
"Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi".


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður. 
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/06/202166.450.000 kr.80.000.000 kr.147.7 m2541.638 kr.
22/02/201131.500.000 kr.34.000.000 kr.147.7 m2230.196 kr.
26/02/200731.640.000 kr.39.000.000 kr.147.7 m2264.048 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2005
Fasteignanúmer
2273625
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B0
Númer eignar
07
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
5.940.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Grímsgata 6
Bílastæði
Skoða eignina Grímsgata 6
Grímsgata 6
210 Garðabær
137.4 m2
Fjölbýlishús
413
858 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Skoða eignina Vetrarbraut 2-4 íb213
Bílastæði
Vetrarbraut 2-4 íb213
210 Garðabær
124.4 m2
Fjölbýlishús
413
1001 þ.kr./m2
124.500.000 kr.
Skoða eignina Langafit 26
3D Sýn
Skoða eignina Langafit 26
Langafit 26
210 Garðabær
158.6 m2
Einbýlishús
615
800 þ.kr./m2
126.900.000 kr.
Skoða eignina Vetrarbraut 2 (112)
Bílastæði
Vetrarbraut 2 (112)
210 Garðabær
125.9 m2
Fjölbýlishús
322
989 þ.kr./m2
124.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin