Fasteignasalan TORG kynnir: Virkilega fallegt og bjart raðhús, innst í botnlanga við Breiðakur 19 í Garðabæ. Eignin er skráð 211,9 fm og skiptist í hjónaherbergi með fataherbergi, þrjú barnaherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, sjónvarpskrók, þvottahús, geymslu og bílskúr. Stór sólpallur til suð-austurs er fyrir aftan hús með heitum potti og niðurgröfnu trampólíni. Svalir eru í tvær áttir. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0000 eða tölvupósti: darri@fstorg.is Nánari lýsing:
Neðri hæð: Komið er inn rúmgott
anddyri með innbyggðum fataskápum. Við tekur opið og bjart
alrýmið sem rúmar eldhús, stofu og borðstofu.
Eldhúsið er með fallegri sérsmíðaðri innréttingu, borðplötu úr steini, innbyggðum ísskáp, Siemens bakaraofn og Siemens örbylgjuofn, spanhelluborði og viftu. Frá stofu er gengið út á stóran
sólpall til suð-austurs með heitum potti og niðurgröfnu trampólíni. Lýsing er í skjólveggjum sem gerir útisvæðið mjög huggulegt á kvöldin.
Sjónvarpskrókur er inn af stofu.
Baðherbergið niðri er með baðkari, upphengdu salerni og ljósri innréttingu. Innangengt er í
bílskúrinn frá
geymslu.
Efri hæð: Gengið er upp parketlagðan stiga með hertu gleri en þegar upp er komið tekur við virkilega fallegur og bjartur
gangur með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum. Gengið er út á
10,6 fm svalir til suð-austurs öðru megin á ganginum og út á
12,7 fm svalir til norð-vesturs hinum megin.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með stóru
fataherbergi. Skv. upprunalegum teikningum er fataherbergið hugsað sem baðherbergi og því ekki mikið mál að breyta því til baka þar sem lagnir eru til staðar.
Barnaherbergin þrjú eru öll rúmgóð. Barnaherbergið sem er næst hjónaherberginu er 10,5 fm að stærð og er með fataskáp. Hin tvö barnaherbergin eru á hinum endanum á ganginum uppi en þau eru 10,6 fm og 11,7 fm, bæði með fataskápum.
Baðherbergið er með "walk in" sturtu með innbyggðum blöndunartækjum, fallegri sérsmíðaðri innréttingum með handlaug og upphengdu salerni.
Þvottahúsið er með hvítri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Samantekt: Um er að ræða virkilega fallegt og vel staðsett raðhús í þessu eftirsóknaverða hverfi í Garðabænum. Við húsið liggja gönguleiðir í áttina að Hofstaðaskóla, Flataskóla, Garðaskóla og Ásgarði. Stutt er í matvöruverslanir og alla helstu þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0000 eða tölvupósti: darri@fstorg.is