Byr fasteignasala kynnir í einkasölu LINDARGATA 54 , 101 Reykjavík. Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í friðuðu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er byggt árið 1905, samtals 58.9 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Forstofa, eldhús, stofa, svefnherbergi og baðherbergi. Þvottahús í sameign.
Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi.
Eldhús, með flísum á gólfi, Simens helluborð og ofn, vifta, stálvaskur og gluggi. Logik borðuppþvottavél, ísskápur og örbylgjuofn getur fylgt.
Stofa með flísum á gólfi.
Svefnherbergi er með plastparketi á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi, flísar uppá miðjan vegg, handlaug, salerni og sturta, veggir sturtu eru flísalagðir.
Þvottahús, sameiginlegt þvottahús, gengið er inn í þvottahús úr garði að aftanverðu við húsið, þvottavél getur fylgt.
Skápar, öll ljós og fataslá í svefnherbergi fylgja.
Borgarstjórinn í Reykjavík veitti húsinu Lindargata 54 viðurkenningu árið 2009 fyrir vel gerðar endurbætur
Húsið er timburhús byggt árið 1905 eftir teikningum Einars J. Pálssonar. Það er gott dæmi um séríslenska húsagerð, bárujárnssveitser sem var algengt á lokaskeiði timburhúsabyggðar í Reykjavík.
Lóð er sameiginleg 236 m² eignarlóð, lóðin sunnan megin við húsið er skjólgóð og að mestu leyti hellulögð.
Húsið er aldursfriðað samkvæmt 1. mgr. 29. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 200-3398.Stærð: Íbúð í kjallara 58.9 m².
Brunabótamat: 27.250.000 kr.
Fasteignamat: 49.950.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat ársins 2025: 49.150.000.-
Byggingarár: 1905.
Byggingarefni: Steypt+timbur.