BYR fasteignasala kynnir í einkasölu HLÍÐARGATA 7, 750 Fáskrúðsfjörður. Nýtt fjögurra herbergja parhús á einni hæð, útsýni. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 2024, samtals 116.1 m² að samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú herbergi, baðherbergi og geymsla/þvottahús.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471 2858 |Nánari lýsing: Anddyri, tvöfaldur fataskápur, þaðan er innangengt í alrými, herbergi III og geymslu/þvottahús.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, innbyggð lýsing, rennihurð er frá stofu út á
steypta verönd aftan við húsið.
Eldhús, innrétting frá Scavolini, spanhelluborð og vifta, ofn í vinnuhæð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu (fylgir ekki).
Herbergi I, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur.
Herbergi III, tvöfaldur fataskápur.
Baðherbergi, flísar á gólfi, fíbó plötur á veggjum, vaskinnrétting, upphengt salerni og sturtuklefi, gluggi.
Geymsla/þvottahús, innrétting með hækkun fyrir tvær vélar, vaskur í borði,
inntök, gólfhitakista og rafmagnstafla, gluggi.
Gólfefni: Vínilparket, Sand Oak frá Parka er á alrými og herbergjum. Flísar á anddyri, baðherbergi og geymslu/þvottahúsi.
Húsið er upphitað með
gólfhitalögn sem er steypt í gólfplötu, stýringar uppsettar á vegg.
Hlíðargata 7-9 er timbur einingarhús á staðsteyptum sökkli. Húsið er klætt að utan með bárujárnsklæðningu í bland við timbur.
Einhalla þak með báruðu þakstáli. Gluggar og hurðar eru ál/tré dökkir að lit. Lóð er frágengin með tveimur steyptum bílastæðum og stígum.
Yfirborð við inngang sem og sérafnotareiti er hellulagt. Önnur svæði eru frágengin með grasi.
Tengimöguleiki fyrir rafbílahleðslur eru í grennd við bílastæði. Steypt sorpskýli fyrir þrjár tunnur er á lóð.
Lóð er
508.4 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar, lóðarleigusamningur til 50 ára frá 25. apríl 2024, skjal nr. 446-S-000184/2025.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 253-3190. Hlíðargata 7.Stærð: Parhús 116.1 m².
Byggingarár: 2024.
Byggingarefni: Timbur.
Eignarhald:
01.0101- Séreign. Rými 01.0101 Íbúð 116.1 Brúttó m².
Fyrirhugað fullt fasteignamat samkvæmt Sýslumanni árið 2025 er kr. 41.050.000.