RE/MAX og Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu fallegt einbýlishús með bílskúr á frábærum stað við Karfavog 35. Húsið er skráð á tveimur fastanúmerum í dag og er það selt sem ein heild.
Neðri hæðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu/borðstofu, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymslu og bílskúr. Samkvæmt HMS er birt flatarmál neðri hæðarinnar 155,6 fm, þar af er íbúðarrýmið 116 fm og bílskúrinn 39,6 fm. Efri hæðin skiptist í hol, eldhús, stofu/borðstofu, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi og geymslu. Samkvæmt HMS er birt flatarmál efri hæðarinnar 74,2 fm.
Samtals birt flatarmál hússins er 229,8 fm.Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Anddyri: Fatahengi. Parket á gólfi.
Eldhús: Viðarinnrétting með flísar milli efri og neðri skápa. Lýsing undir efri skápum. Helluborð og bakaraofn. Borðkrókur í rýminu, ásamt glugga. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Í samliggjandi rými. Parket á gólfi. Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir herbergi þar sem borðstofan er.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með fataskápum. Parket á gólfi.
Barnaherbergi: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Baðkar með sturtustöng. Hvít baðinnrétting og salerni. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Þvottahús/geymsla: Staðsett í kjallara hússins. Innangengt inn í rýmið frá bílskúr og íbúð. Gluggar í rýminu. Flísar á gólfi.
Efri hæð:
Hol: Flísar á gólfi.
Eldhús: Hvít eldhúsinnrétting með eikarborðplötu. Flísar milli efri og neðri skápa. Bakaraofn og helluborð. Gluggi í rýminu. Inn af rýminu er búr með opnanlegum glugga.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi. Parket á gólfi og fataskápur.
Barnaherbergi: Parket á gólfi og fataskápur. Væri hægt að breyta rýminu í tvö herbergi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja. Baðkar, salerni og tengi fyrir þvottavél. Speglaskápur fyrir ofan vask. Gluggi í rýminu.
Geymsla/fataherbergi: Parket á gólfi og fatahengi. Gluggi í rýminu.
Bílskúr: Með bílskúrshurð og gönguhurð. Hiti, rafmagn og vatn í bílskúrnum.
Lóð: Garðurinn er gróinn og fallegur. Á lóðinni er ca. 15 fm geymsluskúr.
Upplýsingar um helsta viðhald:
2022 - Parket slípað og lakkað
2020 - Kjallari flísalagður
2004 - Skólp endurnýjað frá húsi og út í brunn
2002 - Þak bílskúrs endurnýjað (timbur og pappi)Allar frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, í síma 696 0226 eða thorsteinn@remax.is