Fasteignasalan Torg og Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali, kynna: ***Afar góð og mikið endurnýjuð 78m2 - 2-3 herb.íbúð á fyrstu hæð sérafnotareit í snyrtulegu og barnvænu umhverfi***
Um er að ræða mjög fallega og mikið endurnýjaða 2-3herb. (nr.115) 69,9m2 auk stórrar 8,4m2 sérgeymslu í sameign. Parket á gólfum sem lagt var árið 2024. Baðherbergi með flísum á gólfi. Nýjar og hlýlegar innréttingar. Skipt var um glugga í svefnherbergi árið 2024 og alla aðra glugga haustið 2025 ásamt svalahurð.
Sameiginlegur inngangur. Forstofa, hol, eldhús, þvottahús, borðstofa, stofa, verönd - sérafnotareitur í bakgarði, svefnherbergi, auka svefnrými, baðherbergi, sérgeymsla í sameign, sameiginleg vanga- og hjólageymsla.
Snyrtileg lóð umhverfis fjölbýlishúsið sem fékk viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir nokkrum árum síðan. Næg bílastæði og vel rekið húsfélag. Barnvænt umhverfi með sameiginlegum leiktækjum og stutt í alla þjónustu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR SVAVAR FRIÐRIKSSON, LGFS, Í SÍMA 623-1717 - SVAVAR@FSTORG.IS.
Nánari lýsing eignar:
Inngangur. Sameiginlegur og snyrtilegur.
Forstofa. Góð forstofa með stórum fataskáp.
Hol. Parket á gólfi.
Alrými. Bjart og rúmgott. Nettur skilveggur á milli stofu og eldhúss sem nýttur er sem sjónvarpsveggur.
Stofa. Stór og björt með hlýlegur parketi á gólfi. Auka svefnrými.
Borðstofa. Björt og rúmgóð.
Eldhús. Fallegar og stílhreinar innréttingar í valhnotu-stíl.
Þvottahús. Snyrtilegt og vel skipulagt þvottahús með hillum.
Baðherbergi. Einkar fallegt baðherbergi með walk in sturtu. Góð innrétting, stór vaskur, ljósaspegill, upphengt salerni og handklæðaofn.
Auka svefnrými. Við svalahurðina er nett barnaherbergi.
Verönd. Barnavænn og stór afnotareitur sem er með fallegum palli og skjólvegg. Grasbali að auki fyrir aftan pallinn.
Sérgeymsla. Stór 8,4m2 sérgeymsla í sameign.
Sameiginlegt rými. Hjóla- og vagnageysmla í sameign.
Bílastæði. Næg bílastæði fyrir utan fjölbýlishúsið.
Húsfélag. Vel rekið húsfélag.
Þjónusta. Stutt er í Mjóddina þar sem margskonar þjónusta er í boði. Matvöruverslun, læknastöð, bakarí, gleraugnaverslun, strætisvagnastöð ofl.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR SVAVAR FRIÐRIKSSON, LGFS, Í SÍMA 623-1717 - SVAVAR@FSTORG.IS.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra.