Skráð 27. jan. 2026

Skólavörðustígur 26

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
94.2 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
82.000.000 kr.
Fermetraverð
870.488 kr./m2
Fasteignamat
95.900.000 kr.
Brunabótamat
47.650.000 kr.
GT
Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteiganasali
Byggt 1913
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2005976
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar
Raflagnir
Endurnýjaðar
Frárennslislagnir
Endurnýjað innan hússins
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Nýlegt þakjárn
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Engar svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu mjög fallegt 94,2 fermetra einbýlishús á þremur hæðum, kjallara, hæð og ris, á frábærum stað við Skólavörðustíg í Reykjavík. Mögulegt væri að byggja ofan á húsið eina hæð auk rishæðar miðað við götumynd.
Aukin lofthæð er á miðhæð hússins og full lofthæð er í kjallara, en rishæð er nokkuð undir súð og er ekki skráð inn í fermetrastærð eignarinnar.

Eignin er skráð 94,2 fermetrar að stærð skv. Fasteignaskrá Íslands, en þar vantar inn um 10 fermetra í risi hússins og stærð viðbyggingar sem er um 25 fermetrar.  Heildarstærð eignarinnar er því um 125-130 fermetrar.

Eignin hefur verið þó nokkuð endurnýjuð á sl. 15 - 20 árum:
- Neysluvatnslagnir
- Ofnalagnir og flestir ofnar
- Raflagnir og rafmagnstafla
- Gler og gluggar
- Þakjárn, þakpappi, þakrennur og niðurföll.

Lýsing eignar:

1. hæð hússins er 46,3 fermetrar að stærð og skiptist þannig:
Forstofa, dúklögð og með fatahengi.
Hol, dúklagt og þaðan er hringstigi niður í kjallara.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting og sturtuklefi.
Hol 2, dúklagt og þaðan er stigi upp á risloft.
Herbergi, dúklagt og rúmgott.

Rishæð, sem gengið er upp á um viðarstiga úr holi neðri hæðar og er ekki mæld inn í stærð hússins, skiptist þannig:
Stigapallur, dúklagður og með veltiglugga yfir. Súðargeymsla er inn af stigapalli.
Herbergi, rúmgott, dúklagt með gaflglugga og fataskápum. Súðargeymsla er inn af herbergi.

Kjallari hússins, sem er 47,9 fermetrar að stærð, er bæði með sérinngangi auk þess sem innangengt er í hann úr holi 1. hæðar, skiptist þannig:
Gangur, korklagður.
Þvottaherbergi, rúmgott og með glugga.
Eldhús, korklagt og með hvítum innréttingum og borðaðstöðu.
Stofa, korklögð og rúmgóð með gluggum inn í garðinn.
Forstofa, korklögð.

Viðbygging, með sérinngangi af lóð, skiptist þannig:
Forstofa, lakkað gólf.
Baðherbergi, stórt og með glugga, lakkað gólf og tengi fyrir þvotttavél.

Húsið að utan lítur vel út og þakjárn, þakpappi, niðurföll og þakrennur hafa nýlega verið endurnýjuð. Gler og gluggar voru endurnýjuð fyrir um 20 árum síðan og líta vel út.

Lóðin er fullfrágengin með hellulagðri stétt, moldarbeðum og afgirt með hliði við Skólavörðustíg.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað í hjarta miðborgarinnar þaðan sem stutt er verslun, þjónustu, veitingahús o.fl. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vesturgata 66 (Vesturvin 3) íb 105
Mynd01.jpg
Vesturgata 66 (Vesturvin 3) íb 105
101 Reykjavík
93.5 m2
Fjölbýlishús
312
897 þ.kr./m2
83.900.000 kr.
Skoða eignina Mýrargata 26
IMG_1576.JPG
Skoða eignina Mýrargata 26
Mýrargata 26
101 Reykjavík
84.3 m2
Fjölbýlishús
211
948 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Skólavörðustígur 26
Skólavörðustígur 26
101 Reykjavík
96 m2
Fjölbýlishús
413
832 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Ránargata 46
3D Sýn
Opið hús:03. feb. kl 17:00-18:00
Skoða eignina Ránargata 46
Ránargata 46
101 Reykjavík
86.7 m2
Fjölbýlishús
413
979 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin