Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í sölu nýbygginguna Fannborgartanga 14, Flúðum.Um er að ræða parhús sem er í byggingu og afhendist fullbúið að utan og innan skv. skilalýsingu. Eignin er alls 164,5 fm þar af sambyggður bílskúr 38,3 fm
Íbúðin afhendist fullmáluð í hvítum lit með innfelldri lýsingu í öllum rýmum nema þvottahúsi og bílskúr. Gólfefni. Ljóst harðparket frá Álfaborg í stofu, herbergjum og eldhúsi. 60x60 gráar flísar í forstofu, þvottahúsi og baðherbergjum. Yfirfelldar hurðir frá Birgisson. Innréttingar frá IKEA. Öflugt loftskiptikerfi er uppsett fyrir öll rými í húsinu. Hljóðdúkur er í öllum loftum nema bílskúr þar sem er gifs.
Innra skipulagForstofa með fataskáp. Innangengt er í bílskúr.
Eldhús. Hvít höldulaust innrétting frá IKEA. Borðplata frá Fanntófell. LED lýsing undir efri skápum. Eldhústæki: Ísskápur, bakarofn, spanhelluborð og uppþvottavél allt frá IKEA.
Úr stofu er rennihurð út á baklóð.
Baðherbergi 1. Innrétting með skúffum og vaski. Handklæðaofn og walk-in sturta með sturtugleri. Flísalagt gólf og veggir. Baðkar.
Baðherbergi 2. Innrétting, handklæðaofn og sturtuklefi. Flísar á gólfi, veggir málaðir.
Svefnherbergi 1–3. Mattir hvítir, höldulausir fataskápar samkvæmt teikningu.
Þvottahús. Innrétting með vaski og tengi fyrir þvottavél/þurrkara í vinnuhæð. Lofthæð u.þ.b. 2,35 m vegna loftræstikerfis. Loftræstisamstæða er utanáliggjandi inní þvottahúsi.
Bílskúr. Fullmálaður, utanáliggjandi rafmagn, lakkað gólf.
Húsið er byggt úr timbri, klætt að utan með liggjandi báruáli og standandi timbur klæðningu. Bárujárn er á þaki. Vindskeiðar eru úr lituðu áli og álrennur innfeldar. Útihurðir og gluggar eru ál-tré.
Tenglar fyrir jólaljós og lýsing í þakkanti. Þökulagður garður. Mulningur í innrkeyrslu. Steypt ruslatunnuskýli án loka.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 steindor@husfasteign.is ,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
5. Skipulagsgjald sem er 0,3 % af brunabótamati.