RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Asparhvarf 19F, íbúð 0201 fnr. 227-1561Íbúðin er skráð hjá þjóðskrá 134,3 fm og er geymsla innan íbúðar skráð inni í þvi. Stæði í bílageymslu fylgir með íbúðinni. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni. íbúðin er á efri hæð í tvíbýli og er virkilega fallegt útsýni úr henni. Húsið er byggt árið 2005. Sjá nánar hér að neðan upptöku af íbúðinni í þrívídd. Einnig er gott að sjá skipulag íbúðar á gólfteikningu þar sem ljósmyndir af eigninni eru.
3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR - 3D FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Bílastæði rétt við inngang í íbúðina auk stæðis í bílastæðahúsi. Steyptar tröppur upp að inngangi á 2. hæð.
Forstofa: Flísar á gólfi. Rúmgóður fataskápur sem nær upp í loft.
Gestasnyrting: Físar á gólfi. Salerni, handlaug og skápar fyrir ofan handlaug auk spegils.
Þvottahús/geymsla: Rúmgott rými með flísum á gólfi.
Sjónvarpshol: Liggur við eldhús og stofu/borðstofu. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Útgengt á góðar svalir með útsýni að Elliðavatni.
Svefnherbergi: Eru þrjú talsins og öll með parketi á gólfum sem og fataskápum.
Eldhús: Parket á gólfi. Falleg brún innrétting með eyju. Á eyjunni er helluborð með háfi yfir. Bakaraofn í vinnuhæð. Flísalagt á milli efri og neðri skápa.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Innrétting með handlaug. Upphengt salerni. Baðkar með sturtutæki. Handklæðaofn. Gluggi er í rýminu.
Bílastæðahús: Stæði í góðu sameiginlegu bílastæðhúsi með nærliggjandi eignum.
Asparhvarf 19F er virkilega falleg og vel skipulögð íbúð. Þrjú góð svefnherbergi. Fallegt útsýni er yfir Elliðavatn og til Bláfjalla. Flott íbúð í endahúsi. Leikskóli og grunnskóli í göngufæri. Allar nánari upplýsingar veitir:Dagbjartur Willardsson lgf hjá RE/MAX í s:
861-7507 eða á
daddi@remax.is- Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. -Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.